Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 88
84
Un>
segir, að jarðskjálftar geti stunclum komið af því, að
þegar brim skellur á holóttri sjáfarströnd, kastast bylgj-
urnar með miklu afli inn í hellana, og hrista jarðlögin
í kring, en slíkt getur að eins haft litla þýðingu. Sumir
hafa sagt, að jarðskjálftar kæmu að eins af eldgosum,
aðrir að þeir kæmu af misjöfnum þrýstingi jarðlaganna,
en nú vita menn að þetta hvorutveggja og fieira getur
komið landskjálftum til leiðar. Pfaff heldur að jarð-
skjálftar komi af því, að glóandi hraun komist neðan-
jarðar upp í holur hálffylltar með vatui, nálægt yfirborðinu,
og við það myndist gufur, er spenni og hristi jarðar-
skorpuna. Náttúrufræðingurinn Falb, heldur að jarð-
skjálftar komi af áhrifum tunglsin3 á innri hliðar jarð-
arinnar. Flestir náttúrufræðingar eru á því máli, að
innan sé jörðin heit og íijótandi hraunleðja, og Faib
heldur því, að tunglið hljóti að koma til leiðar flóði og
fjöru í þessum kjarna eins og í haíinu, en flóðbylgj-
urnar í þessu eldglóandi hafi niðri í jörðinni skelli svo
upp undir jarðarskorpuna, svo að hún titrar. Til þess að
sanna þetta, hefir hann safnað ótal fregnum um jarð-
skjálfta og reynir að finna lögmál, er þeir fari eptir,
því ef þeir kæmu af slíkum orsökum, yrði allur fjöldi
þeirra að fylgja hreyfingum tunglsins kring um jörðina.
fetta hefir þó eigi heppnast enn. Nýlega spáði Falb
að mikill jarðskjálfti mundi koma í Lima í Peru; íbúar
þar urðu mjög hræddir, en spáílugan sprakk, og jarð-
skjálftinn kom ekki á hinum tiltekna tíma. Ótal fleiri
getgátur hafa menn komið með, sem hér yrði oflangt
upp að telja. Ymsir náttúrufræðingar rannsaka það,
sem þar að h'tur árlega, en fáir hafa þó gert eins mikið
í því efni, eins og R. Mallet sem fyrr er getið.
Á íslandi hafa sjafdan orðið þeir jarðskjálftar, sem
mannskaði mikill hefir orðið að, af því landið er svo
strjálbyggt og borgir engar. Jarðskjálftar á íslandi
hafa optast staðið í nánu sambandi við eldgos og