Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 100
96
Um
sýslu eyddust 23 bæir, og auk þess féllu 94 hús
á öðrum bæjum. í Arnessýslu hrundu 69 bæir
til grunna, og 372 hús á ýmsum bæjum, og 11
kirkjur urðu fyrir stórskemmdum. Skólinn og
bæjarhúsin í Skálholti féllu, en kirkjan stóð.
Fjöllin hristust og skulfu, grastorfur í hlíðunum
losnuðu við og runnu niður, og klettar og björg
féllu úr hverju íjalli. Á Vestmanneyjum skemmd-
ust fuglabjörg, og frá Vörðufelli á Skeiðum féllu
14. ágúst 36 skriður. Hverir og laugar breyttust
mjög, sumar þornuðu, en sumstaðar mynduðust
nýjar. Við Geysi komu fram 35 nýir hverar
og laugar. ólga kom í ár og læki, og brunnar
og tjarnir urðu hvítar sem mjólk. Við Torfa-
staði í Biskupstungum þornaði upp mýri, en við
Ásakot varð önnur að stöðuvatni; víða komu stórar
sprungur í jörðina. Kippirnir köstuðu til jarðar
mönnum og fénaði, og maður nokkur, sem var
að rista torf í inýri, stóð stundum áþurru landi,
en stundum í vatni upp að knjám, eptir bylgju-
hreyfingum jarðskjálftans. Margir urðu undir
húsum, en flestum varð þó bjargað1).
1789. Miklir jarðskjálflar í Árnessýslu 10. júní. pá
hrundu hús um allt Suðausturland, og lágu menn
víða í tjöldum, því opt varð vart viðþáumsum-
arið. Urðu þá víða sprungur í jörðu (t. d. á
Hellisheiði), og nýir hverar. þ>á umbreyttist
nokkuð fingvallahraun, og svo vatnið, svo að sökk
grundvöllur vatnsins að norðan, og dýpkaði það
þeim megin og hljóp á land, en alfaravegur forn
') Magnús Stephensen: Kort Beskrivelse over den nye
Vulcans Ildsprudning i Vester-Skaptafellssyssel i Aaret
1783. Kbhavn, 1785 8™' bls. 139-40. Hannes Pinsen:
Um mannfsekkun af hallærum bls. 146—154.