Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 141
og lánfæri.
137
Lánstraustið tekr liið iðjidausa fé á leigu og selr það
aftr féþurfa verkstjöra á leigu til þess liann láti
iðjulausar eðr iðjulitlar en verkfúsar hendr vinna arð-
sama vinnu.
Annar atburðr er sá í mannlegu félagi, er þér mun
þykja harðla torskilinn, og er hann þó næsta algengr.
j?ú þekkir allmarga vinnumenn, þá er gott árskaup taka,
þetta um 100 kr., og eiga þó eftir langan vistartíma
oftlega litla fjármuni. fú sér og það er eigi er síðr
undarlegt, að margir bændr græða fé framan af búskap
sínum, og það meðan ómegð hlóðst á, en er börnin
komast upp, tók gróðinn að rýrna eðr þverra, og enda
fer að ganga af þeim, þótt engum skildíng hafi varið
verið til að setja þau til menta. <'þ>essu veldr eyðslu-
semi og óráðsemi", segirþú. Kétt er það; en hvað veldr
þessari óráðsemi? «En frílífið, hvað annað-. Svo muntu
svara. En svar þetta er naumast hálfr sannleiki, því
eigi er litið nema á þá hliðina er berast blasir fyrir
auganu, á eyðsluna, en eigi gætt hinnar, er fjarlægari
er og því dulari; er hún sú, að framyfir 1820 eðr lengr var
sparsemi landsmauna aðeins sparsemi af neyð, og nú síðan
er hún tækifærisleysið víðasthvar til að spara laglega og
tryggilega margar en smáar upphæðir. Eg á hér við
sparisjóðuna, eitt hið þarfasta lánfæri lánstraustsins.
Fyrir því er það sannarlega eitt af liinum happasœl-
ustu hlutverkum lánstraustsins, að safna saman,
varðveita og ávaxta smátölur þessar, er þorna nú
upp sem litlar sitrur í þurkatíð, af því enginn veitir
þeim í tíma saman í stóran læk og frjófgar með honum
rótgott en vökvalítið vallendi. fótt reynsla sparisjóða
vorra sé mjög lítil og næsta sundrlaus í landinu, geta
menn þó hæglega séð hve mikið láustraust þeirra muudi
megna, ef þeir lægi sem net um land alt, til að kenna
oss nýtni, hirtni og sparsemi.
Hinn þriði aðalkostr lánstraustsins er sá, að það