Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 62
58
Um
ingu landanna., þeir hafa jafnt fundizt og gjört, skaða
á sléttlendum sem hálendum; þeir eru heldur eigi
bundnir við neinn vissan áratíma, né nokkurn sérstakan
tíma dags, slíkt getur borið við jafnt á nótt, sem degi
og eins á sjó sem landi.
fegar jarðskjálfti verður á sjáfarbotni langt f'rá
landi, finnst við það á skipum snöggur kippur alveg
eius og þau snögglega hefði rekizt á sker. 1845 þegar
Hekla gaus, fannst kippur svo mikill á skipi sem ætlaði
frá Keflavík til Reykjavíkúr, að hásetar héldu að þeir
hefðu siglt upp á sker. 2. febrúar 1816 fannst tölu-
verður landskjálftaldppur í Lissabon; þá fannst til land-
skjálftans á tveim skipum, er sigldu úti í Atlantsliafl
annað 120, hitt 262 mílur undan landi. Hafið sýndist
þó alveg rólegt úti á rúmsæ við slíkan kipp eins og
ekkert hefði verið. Hvergi eru sæskjálftar eins tíðir og
á miðju Atlantshafi frá 7 0 n. br. til 3V20 s. br. og
15° 50’ til 29° 30’ v. I.frá Greenwich. Ef jarðskjálft-
inn nær upp að einhverri strönd, þá verða þar mestar
breytingar og mestur skaðinn. Sjórinn sogast snögglega
langt út frá landi og kemur svo aptur með ótrúlegu afli
langt upp á land og brýtur allt, og bramlar, er fyrir
verður, stór skip flytjast upp á land og sjórinn flæðir
yfir borgir og bæi, drekkir öllu kviku sem þar er, brýtur
húsin og fyllir göturnar með leir, malargrjóti og þangi.
1724 flæddi við jarðskjálfta stór flóðalda yflr Limahöfuð-
bæinn í Perú, svo þar druknaði hvert mannsbarn, skip
bárust yfir bæinn og láu á þurru þegar flóðaldan drógst
til baka heila mílu fyrir ofan bæarrústirnar, £Jegar hafið
sogast út, frá ströndinni, koma frarn grynningar, skipin
liggja á þurru og heilar hafnir, firðir og víkur verða
allt í einu skraufþurrar. Við jarðskjálftann í Santa
18. júní 1678 drógst hafið burt frá ströndinni lengra en
augað evgði, en kom aptur 24 klukkustundum síðar með
beljandi brimi langt upp á land. í jarðskjálftanum við