Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 155
og lánfæri.
151
aftr sírmm lánnnaut, undirgengst hann ábyrgð gegn
honum, eftir lögunum. Enn má og telja, að seðill lands-
banka hlýtur að haía sama traust á sér um land alt,
en víxill er bundinn við sína áskrifendr og viðskifta-
svæði þeirra.
fessa yfirburði hafa nú seðlarnir auðsæasta fram
yfir öll gjaldbréf önnur, verðbréf eðr bréfeyri. En
kostum seðlanna er hérmeð engan veginn lokið, heldr
kom:, þeir fyrst fyllilega í Ijás, þá er þeir skoðaðir eru
í hönJum landsbanka. Er þá að athuga störf bankanna
og ben þau saman við störf annara lánstofnana. En
eg hlýt að jafnframt að drepa á hin eldri störf bank-
anna, þó sum þeirra sé nú úrelt orðin, svo mönnum
skilist betr en ella, hvorir réttara muni haft, hafa fyrir
sór á síðasta þíngi: þeir er landsbanka vildu stofna
fyrst, eðr binir er byrja vildu á lánsfólagi.
Hinn fyrsti banki var stofnsettr í Feneyjum á 12.
öld. Sá var aðalstarfi banka þessa, sem og annara
þeirra banka er síðar voru stofnaðir á miðöldunum, að
taka penínga kaupmanna til geymslu, rita upphæðina
í eignardálk hvers kaupmanns í bókum sínum, og leyfa
kaupmanni að ávísa jafnmiklu fé aftr til þeirra er hann
skuldaði. Bankinn gjörði mönnum sínum því það hag-
ræði, að hann ábyrgðist fé þeirra, og skuldaskiftin fóru
fram í bókum bankans, en eigi í skrifstofum kaup-
manna. Bankinn vann og kaupmönnum enn meiri hag
á annan hátt. Á miðöldunum voru peníngar mjög
eirblandaðir, eðr slátta mjög lök, og vesnaði hún æ
meira i langan tíma. Tóku bankarnir það ráð að miða
alt gangsilfr við hugsaðan peníng úr skíru silfri, og
feldu svo hina óskíru silfrpenínga gegn þessu hugsaða
banksilfri svo sem þeir voru lakir til. Jpaðan er komið
baukamark Hamborgar. En aftr voru kjör þau næsta
þúng, er bankarnir settu viðskiftamönnum sínum, er
þeir guldu þeim enga vöxtu af innlögðu silfri þeirra, en