Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 148
144
Um lánstraust
að vita hvort spilapeníngar og bréfpeníngar eru peníngar,
peníngsígildi, eðr eigi». Eg hlýt að svara þér bæði já og
nei. I sjálfu sér eru hvorki kvarnir, glerbrot, skuldbréf,
játningarmiðar né seðlar peníngar, sem og auðsætt er.
pessa hluti vantar gjörsamlega verðmæti, svo sem pen-
íngar liafa. En einmitt íyrir því að þessa hluti vantar
verðmæti, en búa má þá samt svo út, að þeir Tiafi á
hendi þann hinn almenna starfa eðr tilgang penínga
að vera algengr gjáldeyrir eðr viðskiftamiðill, þá
ganga spilapeníngarnir spilenda milli, og als konar verð-
bréf eðr bréfpeníngar manna milli eins og peníngar.
Hvað býr þá svo vel út, hvað áorkar slíku? spyr þú.
Samkomulag manna um almenna nytsemi og lánstraustið,
er svarið, og enginn hlutr annarr. Tökum aftr púkkið,
því auðskildast er mönnum það er þeir þekkja til og
hafa í minni sér. J>ú sást að spilamönnunum kom saman
um, að þeir gæti sparað sér mikið peníngahald með því
að hafa kvarnirnar. Peníngaeign er jafnan dýr eign,
sögðu þeir, það er með þá sem hvert annað verkfæri,
það er eintómr kostnaðr að hafa þá of marga; þeir
vinna eigi hið minsta gagn meðan þeir liggja í budd-
unni; þeir eru til þess að vera á einlægum erli og far-
aldsfæti. Bara þeir sé til taks, er til þeirra þarf að
grípa; en ólukkan er sú, að þeir koma eigi þótt á þá
sé kallað, er á þarf að lialda. Eru því tveir kostir fyrir
hendi, sögðu þeir, ef vér eigum að spila með peníngum,
og er hvorugr góðr; er annarr sá, að hverr spilandi búi
sig að heiman með svo mikla penínga sem hann þarf,
það er, sem hann tapar mest í púkkinu, og er það auð-
sjáanlega mikið og kostnaðarsamt peníngahald, eðr spil-
andi sá er í þrot kemst verðr að standa jafnskjótt upp
frá borðinu, geti hann eigi lán fengið hjá öðrum, og
er það bæði næsta leiðinlegt fyrir hann, svo og oftlega
skaðlegt, því lukkubjól spilanna er eigi lengi að snúa
sér. Vér skulum því finna gott ráð og spila með