Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 145
og lánfæri.
141
skaðleysi kaupmanns hefir rót sína í markaði hérlendrar
vöru erlendis og í alvönu kaupskaparlagi hér sökum
samgönguleysisins við önnur lönd að undanförnu. En
sá er einmitt gallinn á lánum þessum, að menn ætla þau
sé gefins, því engin leiga fylgir þeim, nota þau því um
skör fram, því «gotter ált gefins» hugsaþeir. Vérvitum
nú vel að peníngar eru dýrir. J>ví veldr verðmæti þeirra.
Vér vitum og af reynslunni að gott er að komast hjá
að hafa penínga æfinlega í vasanum þá er vér kaupum;
en ágætt þykir oss að fá þá er vér seljum. En viljum
vér þá peníngana fyrir þá sök að í þeim er gull og
silfr? Nei, eigi nema vér vilim steypa úr þeim, svo
sem gullhríng eðr silfrspæni. Ef vér hugsum oss vel
um og vandlega, þá viljum vér fá peníngana annað-
hvort til að lúka með þeim skuld eðr til að kaupa oss
eitthvað. En þetta er með öðrum orðum, vér viljum
peníngana, af því að þeir eru góðr og gildr gjáldeyrir;
þessi kostr eðr eiginleiki þeirra er aðalstarfi þeirra,
höfuðnytsemd og megintilgangr. Vér girnumst pen-
íngana sem öruggan miðil, sem tryggan meðalfara
milli þess er vér seljum og hins er vér ætlum oss að
kaupa. Peníngar eru meðalið en eigi markið. J>eir eru
hjá oss sem annað handveð þess er vér viljum fyrir þá
fá eðr með þá gjöra. Fyrir því nú að sú er aðalnytsemd
penínganna að vera algengr gjaldeyrir, verðr mönnum
auðsætt, að æskilegt væri að hafa annað ódýrara efni til
þessa, bara það gæti áunnið sér hið sama gjald-
traust sem peníngar, þá væri einmitt bezt að það væri
í sjálfu sér sem ódýrast. J>etta liefir og verið gert.
Menn hafa haft járn og eir, skeljar og margt annað, er
lítils var vert eðr einskis, fyrir almennan gjaldeyri. Menn
hafa og bréfpenínga er svo eru nefndir; menn hafa víxla,
skuldbréf, veðbréf og [mörg önnur verðbréf, miða og
seðla. Og meira að segja, menn hafa engan gjaldeyri,
heldr ritar hverr bjá sér sérhvað jengið og látið (debet,