Andvari - 01.01.1882, Page 59
jarðskjálfta.
55
ná opt yfir stór svæði, en eru þó ekki mjög hættulegir,
þegar bylgjuhreyfingin gengur í eina stefnu, en stundum
mætast tvær eða fleiri bylgjuraðir í jarðarskorpunni,
þá umhverfist allt og breytist, stórar landspildur rótast
hver innan urn aðra og snúast í liring, bæði í Rio-
bamba við Quito 1797 og í Calabríu 1783 snerust
múrar og tré um sjálf sig án þess þó að falla, hveiti-
ekrur snerust inn í maisekrur án þess þó nein geypileg
missmíði sæust á jörðinni. í Riobamba fundust eptir
landskjáiflann búshlutir úr einu húsi undir rústum
amiars húss og svo deildu menn um eignarréttinn.
1783 mátti sjá í Calabríu hvernig jarðskjálftabyigjurnar
hreyfðust um iandið á löngum trjáröðum við vegina og
sum tré hölluðust þá svo, að greinarnar rákust í jörðina
og brotnuðu. 1811 var jarðskjálfti í Missuri í NorSur-
ameríku og þá er sagt að skógarnir þar hafi hreyfzt
fram og aptur eins og sef fyrir hvössum vindi. Við
Battang í Cliina gekk jörðin 1870 upp og niður eins
og sjór í stormi og í kringum Caracas í Suðurameríku
hreyfðist landið 26. marzm. 1812, að því er áhorfendur
sögðu, eins og sjóðandi vatn í potti. 7. júní 1692 köst-
uhust menn í Port Royal í Jamaica við jarðskjálfta fram
og aptur um göturnar, heinbrotnuðu og lömdust til
bana.
Stundum koma jarðskjálftar fram sem högg eða
kippir beint upp (succurroriskir jarðskjálftar), og hvað
sem fyrir þeim verður, þeytist upp og brotnar; þegar svo
ber undir hefjast hús af grundvelli sínum og klettar
hoppa upp og niður. 1797 við jarðskjálftann í Itiobamba
opnuðust dauðra manna grafir og beinagrindur og lík
nýgrafin þeyttust upp úr gröfunum. íbúar þeir, sem
biðu bana við jarðskjálftann, köstuðust langt á burt yfir
ána Lican, sem rennur við bæinn. 1822 kastaðist í
Chile masturtré upp, sem rekið hafði verið langt niður
í jörðina og 1783 sýndust fjallatoppar í Calabríu að