Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 76
72
Ura
vötn hurfu og ný mynduðust. Sífeldir kippir hristu landið
bæði árin, en hættu um sama leyti og jarðskjálftiun i
Caracas byrjaði.
Arið 1855, 23. janúar, urðu miklir jarðskjálftar við
Cookssundið milii suður- og norðureyjarinnar á Nýja-
Sjálandi. Stór bylgja reis í sundinu og rann langt upp
á land; höfði við Wellington- höfnina hófst 9 fot, en
bærinn sjálfur 2 fet; hinu megin við sundið við ána
Wairan seig landið töluvert; í Awateredalnum komu
geysimiklar sprungur, ein af þeim var 10 mílna iöng;
1859 voru sumar af sprungum þessum enn þá 3
feta breiðar. Sumstaðar féllu stórar skriður og í tvo
daga flutu á víð og dreíf í Cookssundinu dauðir fiskar.
Menn halda að eldfjall sé neðan sævar í sundinu.
1879 gengu miklir jarðskjálftar í San Salvador í
Miðameríku. Yfir 600 kippir komu á 10 seinustu
dögum ársius, harðastir komu þeir íkringum vatnið
Ilopany; stólpar, sem fréttaþræðir voru festir á, féliu
niður og stórar sprungur mynduðust hér og hvar.
Ilopany- vatnið jókst töluvert og hér og hvar koinu upp
nýjar uppsprettur. Stórar skriður og geysilangar torfur
vaxnar trjám og grasi runnu niður hlíðarnar og stífiuðu
ár og dali. Eptir alia þessa jarðskjálfta myndaðist eld-
gýgur í miðju vatninu.
Ýmsir nátturufræðingar t. d. Mallet, Seebach,
Lasauix, Höfer, Heim o. fl. hafa með reikniugum
sínum og athugunum fundið, hve langt upptök sumra
jarðskjálfta eru niðri í jörðunni. Tii þess að komast
að þessu þurfa menn að vita stefnu jarðskjálftabreyf-
inganna, á hverjum tíma jarðskjálftakippurinii fannst
á ýmsum stöðum, styrkleika hans á hverjum stað og
samsetningu jarðlaganna, er haun fór um. Stefnu hreyf-
inganna má sjá á sprungum í múrum, á því hvernig
ýmsir hlutir falla, en þó bezt á sérstökum verkfærum,
jarðskjálftamælum (Seismograph), sem eru ýmislega