Andvari - 01.01.1882, Page 140
136
Um lánstraust
bót sinni, er hann engar áðr hafði. fetta er samtals
100 kr. árlega, er engar voru áðr til, en það er einn
tíundi als lánsins. En þó eru enn margar nytsamar
afleiðíngar af láninu ótaldar, og skulum vér á þær líta.
Helmíngr jarðabótarkostnaðarins gekk til kaupgjalds
verkstjóra og verkamanna, en helmíngr til fæðis þeim og
í verkfæra^lit. En svo stóð á að flestir af verkmönnum
höfðu lítið við að vinna og verkstjóri slökti sjálfr engu
niðr. Verkmenn sögðu því á eftir, að ef þeir vildi
réttilega meta alt, svo sem framför sína í verklægni og
verkhygni, þá mætti svo segja, að þeir hefði fengið þessar
500 kr. fyrir ekki, með því að þeir hofði ella unnið
sér litlu meira en liðlega fyrir fæði. Hinn einfaldi
árangr lánsins er þá þessi. Jarðabótin er tvígildi lánsins
að nytsemi, með því að hún gefr af sér 10 hundruð-
ustu árlega, og þó stóð eftir helmíngr lánsins óeyddr,
sem getr orðið tilefni til engu ábataminni fjárvörzlu en
lánið varð með fyrsta. Féð er því fjórfaldað í raun réttri,
og er þó eigi öllu minna vert hitt, hve viðskifti manna
eðr verzlan margfaldast við þenna fjárflutníng og fjár-
gróða. Getr þetta verið rétt, segja menn, þetta er
furðuverk eðr galdr í mínum augum? Nei, þetta er
enginn galdr, ef að er gáð. Vér höfum þó lært það af
auðfræðinni, að féðer «vinnandi vinna» eigi síðren manns-
höndin. Nú þó vér getum eigi talað um leti i peníngum,
getum vér samt. sagt með sönnu, að margr skildíngrinn
liggi iðjulauss híngað og þangað út um landið, í
kistum og kistlum, í sokkbolum og sjóvetlíngum, ein-
mitt af því að lánstraustið vantar tii að koma þeim á
fætr og láta þá starfa. Vér vitum og, að annarstaðar
standa menn og hendr hanga iðjulitlar eðr iðjulausar,
af því einmitt að verkstjórana vantar lánstraust hjá
peníngamönnunum, svo þeir leigt geti þessa menn er
standa á torginu iðjulausir og fái lagt þeim verk í hönd.
Hérna er í fólginn allr leyndardómrinn og galdrinn.