Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 75
jarðskjálfta.
71
bærinn Bhooi hrundi til grunna og skjálftinn náði til
Amedabad og Punah 100 mílur þaðan; í Amedabad
hrapaði musteri er Ahmed soldán hafði látið byggja
fyrir 450 árum; í Anjar hrundi kastalinn til grunna
með turnum, fallbyssum og öðru. Iíippirnir héldust
þangað til 20. júní, þá kom eldur upp hjá Bhooi. Yfir
höfnina við Luckput mátti á undan jarðskjálftanum
vaða um ’fjöru, því sjórinn stóð þar aldrei hærra um
flóð en 6 fet, en eptir jarðskjálftann var þar aldrei
grynnra en 18 fet. Sumar kvíslir Indusfljótsins, sem eigi
höfðu verið skipgengar í marga mannsaldra, urðu nú
vel færar flestum skipum. í Sindree varð mikið jarð-
rask, sem fyrr er getið.
Við jarðskjálftann i Caracas í Suðurameríku á skír-
dag (26. marz) 1812 dó fjöldi manns. J>ar stóð svo
á að margir menn voru saman komnir til að halda
helgigöngur þær, er tíðkuðust, og til þess að halda hátíð
í minningu þess, að þeir á sama degi árið áður höfðu
losazt undati ánauð Spánverja, en í því kom jarðskjálft-
inn og drap 9—10 þúsundir manna á fáum augnablik-
um. Prestarnir, sem voru hlynntir Spánverjum, kvein-
uðu og kvörtuðu og sögðu þetta vera guðs dóm og hegn-
ingu, en af því þar var hið mesta prestaríki og hjátrú,
þá gáfu íbúar þeir, sem á lííi voru, borgina þegar upp
fyrir Spánverjum, og var þá þeirra frelsi lokið um stund.
Herdeild ein, 1400 manns, sem var á leiðinni móti Spán-
verjum, hvarf með öllu í þessum jarðskjálfta. 5. apríl
hrundi svo úr fjallinu Silla þar í nánd, að það varð
360 fetum lægra en áður. Á meðan á jarðskjálftanum
stóð, komu op í jörðina hjá Vallecillo lijá Valencia og
hjá Porto Caballo, úr þeim gaus fádæmi af vatni; þá
lækkaði vatnið Maracaybo töluvert. 27. apríl fór eld-
fjall á St. Vincent að gjósa. Árin á undan þessum
jarðskjálfta (1811 — 12) gengu miklir jarðskjálftar í Suður-
Carolínu í Norður-Ameríku og í Missisippidalnum. Stór