Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 118
114
Ura landbúnað.
tcflugarð, sem liggur við laug, þá kemur samt upp í
stað og stað kartöflugras næstu sumur á eptir og veldur
jarðylurinn því, og er það almæli að kartöflurnar stækki
jafnvel, ef þær liggja vetrarlangt í laugamold, og þarf
því eigi að taka þær upp nema jafnöðum og þörfin krefur.
pað mætti því óefað hafa ágæta sáðgarða í kring um
laugarnar, ef jarðveginum væri einhver tómi sýndur, en
einmitt vegna frjóvseminnar ætla flestir að engin þörf
sje á áburði.
Torfgarðar eru tíðastir á íslandi, en það ætti ekki
að eiga sjer stað að taka hnausana einmitt af þeim
bletti, sem ætlaður er til sáðgar&sins, og verður það þó
flestum. Við þá aðferð ónýtast öll næringarefnin úr
grasinu, en moldin undir efstu stungunni er hvergi iiærri
svo góð til gaiðyrkju, Sáðgarðarnir eru og víða illa
settir, þar sem jarðvegur er ófrjór, fyrir utan túnið eða
í túnfætinum; skurðir umhverfis garðana eru víðast
ónógir, og varla getur það heitið, að menn þekki
lokræsi.
Af framantöldu er það Ijóst, að kornyrkja getur aldrei
orðið að verulegum notum, entöluverð not mættu verða
að garðyrkjunni; í annan stað er eigi að hugsa til að
skógur verði plantaður að nokkrum muu*), enda fer
birkiskógunum aptur ár frá ári, hvort heldur það er
loptslaginu að kenna, eða vetrarbeit og friðunarleysi, en
grasið sprettur vel að ollum jajnaði og sje grasrœldin
skynsamlega stunduð, þá getur heyslcapurinn orðið
t'óluvert meiri.
það sem mest vantar á til þess að túnaræktin geti
farið í lagi, er nýting og meðj’erð áburðarins, en það
ætti einmitt að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Búfræð-
*) Á Akureyri eru reynitrje, sem eru góðar þijár mann-
hœðir, og í Hallormsstaðaskógi á Austurlandi verða ein-
staka birkitrje jaí'nhá.