Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 45
og ljósið.
41
keri, getur það eigi orðið að vatni nerna við mikinn
liita. Láti maður t. d. rafmagnsneista allt í einu koma
inn í blöndunina, sameinast súrefni og vatnsefni og
mynda vatn. Áður lágu frumagnirnar kyrrar langt
hver frá annari, ekkert verkaði á þær nema spenni-
kraptur; þegar bitahreyíingin kemur inn, fara þærástað,
nálgast hver aðra og aðdráttarali frumefnanna innbyrðis
getur verkað; súrefnisfrumögn og tvær vatnsefnis-
frumagnir sveifiast hver í kringum aðra og vatnið er
myndað en þó heitt, en kólnar smátt og smátt eptir
því sem hreyfingin minnkar. Að hver súrefnisfrumögn
dregur að sér tvær vatnsefnisfrumagnir kemur af því,
að frumagnaþyngdin er misjöfn; frumagnir sumra efna
geta því dregið að sér fieiri vatnsefnisfrumagnir en
aðrar. |>að kalla menn «valens» í efnafræðinni og miða
ávallt við vatnsefnið.
Til þess að mæla kraptana hafa rnenn ýmsar að-
ferðir. Sá kraptur, sem þarf til að hefja eitt pund
eitt fet í lopt upp kallast í aflfiæðinni «vinnueining»
(pundfet) og eptir þeim mælikvarða eru öfiin mæld.
Falli hlutur frá 1350 feta hæð, getur hann framleitt
svo mikinn hita, að vatn, sem er að rúmtaki jafnt
hlutnum sjálfum, hitast eitt mælistig. Hver sá kraptur,
sem hitar vatn á þennan hátt eitt mælistig er kallaður
«hitaeining» (hita-æquivalent), og eptir því eru 1350
vinnueiningar sama sem ein hitaeining. fegar einu
pundi af góðum steinkolum er brennt, koma fram 7000
hitaeiningar og í gufuvél eru þær notaðar til að gjöra
vatnið að gufu; eptir þessu ætti hvert kolapund, sem
brent er f gufuvél að veranóg til þessað hefja 9,450,000 <tB
eitt fet í lopt upp, en þessu er eigi svo varið, því hitinn
eyðist á ntargan hátt við núning og mótstöðu. Af
þessu má þó sjá live geysilegur kraptur er í gufunni,
ef hann yrði allur notaður. J>að sést og á þessu, að
jþað þarf mikinn vinnukrapt til þess að framleiða mik-