Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 162
158
Um láostraust
Eru og þeir menn til hjá oss, er hafa penínga liggjandi,
af því að þeir hafa eigi nærri sér menn þá er annað-
hvort vilja taka penínga þeirra á leigu, eðr þeir trúa
eigi þessum mönnum fyrir peníngum sínum, eðr þá að
peníngaupphæð sú er þeir lána vilja svarar eigi þörfum
lánbeiðenda, með því upphæðin er of mikil eðr of lítil,
eðr þá enn að peníngamaðr vill ljá annaðhvort um of
stuttan eðr of langan tíma, eðr hann krefst of hárra
vaxta, því honum þykir skuldastaðr óvíss? Er eigi hagr
fyrir oss, sem alla menn aðra, að auka hjá oss láns-
traustið, og með því verða aðnjótandi allra þeirra mann-
kosta og auðgæða, er hyggilegu lánstrausti fylgja livar-
vetna? Er og eigi hagr fyrir oss, sem aðrar þjóðir,
þótt vér fámennir séim, að hafa seðla að almennum
gangeyri hjá oss? Er seðlagangr uokkurri sérlegri
hættu eðr vandkvæðum bundinn, og er hann hættulegri
og vandkvæðasamari hér eu í öðrum löndum? fessar
spuruíngar skulum vór nú fyrir oss virða.
Að vísu er allr fjárgróði mest undir manninum
sjálfum kominn, undir þekkíng hans og kunnáttu, fram-
taki, dugnaði og öðrum mannkostum, svo sem sýnt er
í auðfræðinni. En meðfram er og fjárgróðinn mjög
kominn undir fjáraíií manns. Enda efa eg eigi, að væri
iðnstjórar vorir: bændr, kaupmenn, smiðir o. s. frv.,
að spurðir, hvað vantar þig til þess að græða meira en
þú gerir, mundu þeir skjótt svara: til þess vantar mig
penínga, eðr réttara sagt, það er eg vil fyrir peníngana
fá mér eðr kaupa. Telja má því sjálfsagt að menn sé
um það samdóma að oss vanti vinnuje, það er fó til að
vinna með. En nú fæst eigi fjárvöxtr, nema annað
tveggja að gróða, eðr að láni. Framtaksama iðnstjóra
vantar þá lánsfé, og oss vantar hentugt lánfæri, góðan
og öruggan millilið milli allra lánbeiðenda og allra lán-
bjóðenda í landinu, milli iðjulauss tjár og iðjusamrar en