Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 146
142
Um lánstraust
credit.) um tiltekinn tíma, og jafna svo allir viðskifta-
mennirnir að reikníngslokum mismuninn.
fetta er nú var sagt skulum vér reyna að gjöra oss
skiljanlegt með einföldu dæmi. Vér skulum allir fara
í púkk og spila upp á penínga. Nú getum vér liaft
þrens konar aðferð með fjárgreiðsluna. Fyrsta aðferðin
er sú, að hverr af oss leggr penínga sína í borðið, og
greiðir út það er hann tapar og tekr lieim það er hann
vinnr í hverju spili. Önnur aðferðin er, að hafa kvarnir
eðr glerbrot fyrir peninga, og Ijúka svo reikníngnum
þá er hætt er að spila, og greiða hverjum sitt. Hin
þriðja aðferðin er svo löguð, að einn heldr reiknínginn
yíir vinnínga og töp allra. Reikníngsmaðr lætr hvern
mann hafa tvo dálka, annan dálkinn fyrir töp, hinn fyrir
vinnínga. í spilalok leggr hann saman báða dálkana
hjá hverjum spilara, og dregr frá; mismunrinn er tap
eðr vinníngr, er spilararnir greiða og jafna sem fyrr
segir um kvarnameðferðina. Látum oss nú sjá hvað vér
fáum lært af púkkinu. Vér sjáum þá fyrst, að vinni
einn, tapa aðrir æfinlega jafnmiklu, og að því útlát eðr
töp eru æfinlega jafnstór peníngastærð sem inntektir
eðr vinningar. fessu er og svo varið í mannlegu félagi,
svo í lánurn sem í kaupum og sölum. Allir lánar-
drotnar til samans eigu á hverjum tírna jafnmikíö fé
á slculdastöðum, sem allir skiddunautar eru í skuld við
þá um á sama tíma. Allir seléndr selja hverja stund
jafnmikið sem kaupendr kaupa. Lán, sala, í einu orði,
öll skuldaskifti er fjárfærsla, staðbreytíng, vistaskifti.
|>etta er auðsær sannleiki, munu menn segja. Satt er
það, en liitt er eigi síðr satt, að hann vill dyljast mörgum
manni þá er þeir líta langt yfir viðskiftin í mannfélag-
inu. þ>að annað sjáum vér og af púkkreikníngnum, að
reiknmgsmaðr hefir með ritun tálnanna sparað öllum
spilamönnum jafmnargar og jafnmiklar ajhendíngar
og íhendíngar penínga sem tölurnar eru niargar og