Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 46
42
Sólin
inn hita og að liiti aptur á nióti heíir í sér fólgið
fjarskalegt afi. Hvert það ferhyrningsfet af yfirborði
jarðarinnar, sem sólargeislarnir falla beint á, fær árlega
frá sólunui 913,240 hitaeiningar; af því sést hve ótrú-
lega mikið aft það er, sem liggur í öllu því sólarljósi,
sem til vor kemur.
Vér höfum séð að náttúrukraptar þeir, er nú hafa
verið nefudir, standa í nánu sambandi hver við annan
og eins eru rafmagn og segulaíl nábundið öðrum kröptum,
þó það sé mönnum eigi eins kunnugt enn. Menn sjá
iðuglega, að þessir kraptar breytast hver í annan; á
sambandinu miili rafmagns og segulaíis er fréttaíleygir-
inn byggður og margar aðrar vélar. Sé rafmagns-
straumur, er hleypur gegnum málmþráð, nógu sterkur,
verður þráðurinn heitur eins og fyrr hefir verið sagt,
og seinna lýsandi; af því er auðséð, að rafmagnið heíir
sett smáagnir þráðsins í þá hreyfingu, sem vér kölium
hita og ljós, A þeim krapti má eins og á öðrum sjá,
að ekkert missist af honum, þó breytingar verði; ef
allar þær verkanir, sem rafmagnsstraumurinn framleiðir,
eru lagðar saman og ekkert skilið eptir, verða þær sam-
iagðar jafnar upprunalega kraptinum, sem kom straum-
num á stað. Kafmagnsstraumur er vanalega fram-
leiddur annaðhvort með núning eða kemiskum breytingum
ýmsra efnasambanda og þær hreyfingar (hiti, ljós o. fl.),
sem koma fram að lokum af strauminum, svara bein-
línis til þeirra hreyíinga, er gjörðu strauminn. Hiti
getur og komið rafmagnsstraumi til leiðar (thermoe-
lektriskir straumar). Af þessu og öðru má sjá í hve nánu
sambandi rafmagnið stendur til annara náttúrukrapta.
Svo framfara aílbreytingar í hinni dauðu náttúru,
og líkt er með dýr og jurtir, þó rannsóknirnar á því
séu miklu örðugri og margbrotnari. Hiti er skilyrði
fyrir öllu dýra- og jurtalífi, og hver maðurverður í lík-
ama sínum að hafa visst hitastig, ef liann á að geta