Andvari - 01.01.1882, Page 164
160
Um lánstraust
ríkisskuldabréfum full 306,000 kr. *), en hjá landsmönnum
í veðskuldabréfum á sama tíma um 377,000 kr. Ef al3
þessa er vandlega gætt, virðist mér auðsætt, að landið
og landsmenn vanti eigi penínga til að lána, lieldr
vantar þá lánfœrið banka til þess að vaxta fé þetta í
landinu landsmönnum til ómetanlegra bagsmuna og
landinu til framfara. Mér þykir, eg segi það satt,
hörmulegt til þess að vita, að fé landsins og lands-
manna skuli liggja bæði iðjulaust í landinu og mörgum
hundruðum þúsunda saman í útlendum skuldabréfum,
en landsmenn standa uppi tómhentir og sem horfa á
það agndofa með höndrnar í vösunum, — því höndr og
vasar eru tómir — að útlendir menn taka í atvinnuvegi
vorum upp miljónir króna með 100 af 100 í einberan
gróða, og margar aðrar umbætr í bjargræðisvegum liggja
enn sem í dái, af því að oss vantar lánfærið, til að etla
lánstraustið, til að styrkja þá er hafa hug og dug, fram-
tak og framsýni, í einu orði til að láta landsmenn og
landsfé vinna sem samkentast, að framförum og farsæld
þjóðarinnar.
Saga lánfæranna getr kent oss, að hverr þjóð heíir
byrjað með banka, það er, með peníngalán, en eigi með
lánsfélögum, er taka eingöngu að sér einhverja eina
eðr tvær starfsgreinir bankanna, er og oftast vantar pen-
ínga, og þurfa því banka við að styðjast. fessi sögulegi
atburðr er og svo eðlilegr, að hann má keita enda sjálf-
sagðr, því hver sú þjóð er nokkru sjálfráðu lííi lifir, verðr
og að eiga sín eigin líífæri, ef líf hennar á að fara eflir
réttum eðlisháttum, en líffæri viðskiftanna er hinn al-
menni gangeyrir, hann er veltihjöl viðskiftanna, svo sem
Adam Smith kallar peníngana og þá einnig ístæðínga
þeirra, seðlana. Hinn almenni gangeyrir verðr að vera
*) En áðr en alþíngishúsið var bygt, átti viðlagasjóðr 407,900
kr. í ríkisskuldabréfum.