Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 23
og ljósið.
19
menn vita um eðli sóJárinnar og skýra frá því á hverju
stigi þekking manna nú stendur í þessu efni. Fyrst
verður þá fyrir oss sú spurning, hve stór er sólin, og
hve langt er hún í burtu? Hún er 112 sinnum stærri
að þvermáli en jörðin, hefir 12,500 sinnum stœrra yfir-
borð og er 1,400,000 sinnum meiri að rúmtaki; fjar-
lægð hennar frá jörðu er 2OV2 miljón mílna. J>ó nú
vísindamennirnir segi oss þessar tölur og sanni oss að
þær séu á rökum byggöar, erum vér þó litlu nær af
því vér getum ekki gjört oss glöggva hugmynd um þær,
nema vér höfum eitthvað til samanburðar, sem vér
þekkjum. Ljósið fer 40,000 mílur á sekúndu og er því
rúmar 8 mínútur á leiðinni frá sólunni til jarðarinnar;
hljóðið er bundið við loptið og fer 1050 fet á sekúndu,
ef gufuhvolfið næði til sólarinnar þyrfti hvellur af
byssuskoti 14 ár til að berast þangað. Ef jörðin allt í
einu væri komin inn í miðdepil sólarinnar og sólin
væri gagnsæ eins og loptið, þá gæti tunglið gengið í
sinni eðlilegu íjarlægð vanalegan gang kringum jörðina
og þó væri á því ekki nema hálfnað út að yfirborði
sólarinnar. Setjum svo, að jörðin allt í einu yrði jafn-
stór sólunni og allir hlutir á henni stækkuðu eptir sama
hlutfalli, þá yrði margt skrítið að sjá; saumnálarnar
yrðu hérmumbil helmingi lengri en lengstu broddstafir,
flugurnar eins og naut, fingurbjargirnar eins og stærstu
ámur, mennirnir eins háir og Heimaklettur á Vestmann-
eyjum. Efvér hugsum ossjörðina eins og lítið blýhagl,
eins og selningadrif, þá er sólin í samanburði við hana
eins og kúla sem er alin að þvermáli; sé nú stóra
kúlan hugsuð í lausu lopti og haglið látið snúast í
kringum hana í 110 feta fjarska, þá má sjá af því
hlutfall milli stærðar og fjarlægðar sólarinnar við jörðina.
Pjarlægðin frá sólunni til næstu fastastjörnu (« í Cen-
taurus á suðlæga himninum) er svo geysilega mikil, að
2*