Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 171
<ig lánsfæri.
167
mennirnir vanalega þeir af landsmönnum, er heita mega
ráðdeildarmenn, iðjumenn og reglumenn, þá er og óhætt
að fullyrða að peníngunum verði að öllu samtöldu varið
til að auka atvinnuvegina í landinu, því til mikilla
hagsmuna. Menn verða vel að gæta þess, segir Ad. Smith
síðan, að «peníngar eru hvorki verkefni er unnið verði
að, né heldr verktól er unnið verði með, og þótt verka-
mönnum sé vanalega greitt kaupið í peníngum, þá eru
þó tekjur verkmanna, sem og allra annara, eigi fólgnar
í málmi penínganna, heldr í gangverði þeirra, það er í
þeim munum er þeir fá keypta við verði penínganna» ...
«Nú sem því seðlar eru hafðir í stað penínga, hlýtr
upphæð verkefna, verkfæra og forðans að aukast um svo
mikið sem nemr samtölu þeirra penínga, er seðlarnir
leysa af hólmi». «furíi nú eigi nema einn fimta af
gull- og silfrpeníngum við það er áðr var, als seðlar eru
komnir í stað hinna fjögra fimtu, og þótt vér nú gjörum
að einúngis mestr hluti þessara fjögra fimtu bætist við
sjóð þann er heldr uppi vinnu í laudinu, þá hlýtr samt
viðauki sá að verða talsverðr, og því viðauki við ársarð
eðr aflafeng landsmanna. Nú hin síðustu 25 til 30 ár hefir
þessu fram farið á Skotlandi, með því að ný bankafélög
hafa risið upp náloga í hverri mannmargri borg, og
jafnvel í nokkrum sveitaþorpum. Afleiðmgarnar hafa
og orðið einmitt þœr er nú hefi eg lýst . . . Iðnir og
verziun hefir aukizt mjög á Skotlandi þenna tíma, og
því verðr eigi neiiað, að bankarnir hafi átt rnikinn og
góðan þátt i þessum viðgangi •.
|>ótt eg hafi verið fremr fjölorðr um seðlana bæði
hvað þeir eru og hvert sé starf þeirra eðr hlutverk, get eg
samt enn ætlað, að einhverir kunni segja sem svo: J>ú
segir, að seðlar komi í stað penínga sem viðskiftaeyrir
eðr gangeyrir, og eftir frásögn og kenníng Ad. Smiths
geti 1 miljón seðla komið í stað 1 miljón luóna í pen-
íngum þannig, að 200,000 kr. gaugi í hólf bankans, en