Andvari - 01.01.1882, Page 35
og ljósið.
31
ljósi, stearin eða steinolíu, er reyndar mikið af gufu-
kenndum efnum, en það eru eigi þau sem lýsa og kasta
frá sér Ijósinu, lieldur fastar agnir af kolefni, sem eru
á víð og dreif innan um logann. Sé hreinu vatnsefni
eða annari gufu brennt, verður hitinn reyndar fjarska-
mikill en ljósið mjög dauft; sé einhver fastur líkamr
látinn inn í þenna daufa loga, verður hann miklu bjart-
ari, því þá geta geislarnir brotnað á einhverju og dreifzt
til allra hliða. Menn halda því að hin ytri skán sólar-
innar, sem er kaldari en hið innra, lýsi betur af því þar
myndast í sífellu storknaðar smáagnir af kuldanum í
geimnum, og á þeim getur ljósið brotnað. Innri hlutar
sólarinnar verða að vera svo geypilega heitir, að vér
varla getum gert oss hugmynd um það, af því vér höf-
um ekkert til samanburðar; af þessum mikla hitaleiðir,
að öll efnin eru þar í hrærigraut, en ekki er gott að
ímynda sér eða vita, hvernig öllu er háttað undir slíkum
kringumstæðum. Af kuldanum myndast á yfirborði
sólarinnarn okkurskonar laus skán, sem alltaf breytist og
umrótast af hitanum að innan, og sólblettirnir eru þá
samsafn af gjallmyndunum.
Við almyrkva á sólu hafa menn í sjónpípum séð,
að rönd sólarinnar, sem ber við tunglröndina, eigi sýnist
jöfn; hér og hvar sjást eins og tindar og tannir, og
rauðar eldtungur skjótast út frá yfirboiði sólarinnar;
þrssar misjöfnur eru á sífeldu iði, hverfa og koma aptur
í ýmsum myndum. Misjöfnur þessar kalla menn «pro-
túberansa»; sumir þeirra eru geysistórir og hinir stærstu
ná stundum jafnvel 20 þúsund mílur út frá yfirborði
sólarinnar. Stundum hafa menn séð þessar eldtungur
verða lausar við, hefja sig upp frá sólunni eins og ský
og falla svo aptur niður í eldhafið. Við almyrkva sést
og utan um tunglið eins og hvítur geislaluans (corona),
on það kemur eigi af öðru en sérstöku geislabroti Ijóssins
við tunglröndina. Lengi vissu menn eigi hvað «protú-