Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 122
118
Um la ndbúnað
þegar þau eru 3—4 vikna; eru þau siðan rekin á af-
rjettina, og er þeirra fyrst vitjað í lok septembermánaðar.
Hin síðustu undanfarin haust hafa skozkir kaupmenn
keypt 4—5000 fjár á Norður- og Austurlandi, og er
verðið upp og niðnr 16—20 krónur, en í Skotlandi er
kindin seld á 36—40 krónur.
þ>að er óefað að mikið má bæta fjárkyn á íslandi,
þó láta bændur víðasthvar sjer umhugað að hafa góða
hrúta til undaneldis. þ>að er auðvitað að það stendur
iömbunum fyrir þrifum að mega ekki ganga undir ánum
allt sumarið, en því verður trauðlega breytt, enda er
það búskaparlag æfagamalt. Uliin getur sjálfsagt batnað
nokkuð, en aldrei verður hún vel þelmikil, þar sem fjeð
verður að ganga úti mikinn hluta vetrarins.
íslendingar kunna tiltölulega bezt fjárrækt, og margir
bændur eru góðir fjármenn. Skepnufjöldinn er næsta
misjafn. Fyrir norðan og austan eru langbeztar fjár-
jarðir, enda lifa bændur mest af fjárræktinni í þeim
fjórðungum landsins; sjaldan er þó meira en 1000 fjár
á einni jörð.
Jeg hef áður getið þess, að nautpeningi hefur fækkað
jafnt og þjett. Alls voru á landinu:
1703......... 35,800 nautgripir.
1770.......... 30,100
1784........... 9,800 -
1800.......... 23,300 —
1840.......... 22,300
1872.......... 20,300 - *)
1876.......... 20,400 — **)
*) Skýrslur um landshagi á íslandi 1861 og 1873, Stjórnar-
tíðindi 1878.
**) 1000 menn eiga að jöfnuði
í Noregi.............. 560 nautgripi,
í Scíþjóð.............. 419 —
í Danmörku............. 695 —
á íslandi.............. 288 —