Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 81
jarðskjálfta.
77
hafizt, t. d. skeljahrúgur hátt yfir sjáfarflöt, strandlínur
og gömul fjöruborð. |>au merki, sem hæst liggja, eru
þar um 600 fet yfir sjáfarflöt. Hér á Islandi má og
sjá ýms merki þess, að landið hefir sumstaðar hafizt en
að aðrir hlutar ganga hægt og hægt í sjó. í Hall-
bjarnarstaðakambi eru gamlar skjeijar 50—60 fet yfir
sjáfarflöt, eins eru skeljar töluvert yfir sjáfarflöt í Foss-
vogi, við Sogið og víða'r. Fyrir ofan Ölfus, við skarðið
þar sem J>urrárhraun hefir runnið niður af Hellisheiði,
sést gamalt fjöruborð og hellar auðsjáanlega holaðir í
bergið af brimi hér um bil 100 fet yfir sjáfarflöt; gömul
fjörubrot sjást og hér og hvar í dölum á Norðurlandi.
Allt þetta er þó svo að segja órannsakað hér enn.
Af þessu, sem hér hefir verið sagt, er auðskilið,
hvernig á því stendur, að steingjörfingar af skeljum og
öðrum sjáfardýrum finnast víða hátt yfir sjó í fjalla-
tindum og á hásléttum. Hið sama er um það, að menn
sjá nú að stór lönd hafa sígið í sæ smámsaman, en
annað hafizt upp annarstaðar til að halda á jafn-
væginu. Menn halda nú t. d. að eyjarnar í Kyrra-
hafinu sé að eins litlar ieifar af stóru fastalandi, sem
þar hafi einu sinni verið. Af þessu er hægt að gera sér
grein fyrir útbreiðslu margra dýra og jurtategunda um
fjarlægar eyjar, því eigi er hugsanlegt., að sumar þeirra
hafi getað þangað komizt, nema ef þær væru leifar af
dýra- og jurtalífi á eyddu fastalandi og hefðu svo orðið
eptir á þeim hnjúkum, sem enn standa upp úr sjó. Sum-
staðar finnast sjáfardýr í vötnum iangt upp í iandi og
er eigi hugsanlegt, að þau hafi komizt þangað öðruvísi
en með því að verða eptir er fandið hófst, og hafi svo
haldið lífi með því smátt og smátt að haga sér og laga
sig eptir breyttum lífsskilmálum og öðrum kringum-
stæðum.
Allar þær breytingar á hlutfallinu milli lands og
sjáfar, sem nú liafa verið nefndar, hafa orðið á seinasta