Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 112
Um landbúnað á íslandi.
Eptir
Svein búfræðing Sveinsson.
Mörg rök liggja til þess, að ísland er svo á sig
komið, sem það nú er, og má til þess einkum telja
loptslag, jarðveg og landslag, og við það bætist að landið
er svo afskekkt. Allt þetta veldur því, að vjer verðum
að mestu leyti að lifa á grasrækt og kvikfjárrækt.
Öllum verklegum framförum miðar seinlega fram hjá
oss, en fleiri eru ástæður til þess, en vjer nú höfum
nefnt, því að ókjör liðinna alda eiga og mikinn þátt í því.
|>að verður að líta á kjör landsins um umliðnar aldir
til þess að sjá, hvort jarðvegurinn geti tekið við betri
rækt, svo að það svari kostnaði, og hvort landið geti
borið fleiri, en nú á dögum; í stuttu máli, hvort ísland
eigi von uppgangs og þrifnaðar á ókominni tíð.
Mönnum er kunnugt, að ísland byggðist um lok
níundu aldar. |>að má ráða af sögunum, að allt fram
á þrettándu öld var meiri auðsæld og atorka í landinu,
en nú á tímum, þar sem önnur siðuð lönd hafa tekið
stórum framförum í þeim greinum. fað mun nærri
sönnu, að þá haíi lifað á íslandi um 100,000 manns,
og forfeður vorir voru eflaust duglegir jarðyrkjumena,
þeir höfðu kornyrkju og töluverðar vatnsveitingar, og