Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 24
20
Sólin
hún eptir sama mælikvarða mundi verða eins löng og
lína dregin frá íslandi til Indlandseyja.
Fjarlægð sólarinnar liafa menn reiknað með því
að athuga gang jarðstjörnunnar Venusar fyrir sólina.
fegar tveir stjörnufræðingar sinn bvorumegin á jarðar-
hnettinum mæla fjarlægð stjörnunnar frá sólröndinni
um leið og hún gengur fyrir, má aptur af því reikna
fjarlægð sólarinnar, þegar stjörnufræðingarnir vita hve
langt er á milii þeirra. J>að er ekki opt sem þetta verður,
því Venus ber að eins 16 sinnum fyrir sólina á hverjum
þúsund árum. þ>egar svo ber undir, eru stjörnufræð-
ingar gerðir út til ýmsra fjarlægra ianda til þess að
gjöra athuganirsínar. Enskurstjörnufræðingur Halley
að nafni, fann fyrstur hvernig mætti hafa þessi not af
gangi Venusar fyrir sólu, en dó (1741) áður en liægt
var að gjöra þessa athugun í fyrsta sinni. Á öldinni
sem leið varð atburður þessi 6. júní 1761 og 3. júní
1769, því næst 9. des. 1874 og svo 6. des. 1882, en
svo er langt til hins næsta, því hann verður eigi fyrr
en árið 2004.
Hvað er það, sem heldur öllu sólkertinu saman ?
Aðdráttaraflið, þyngdarlögmálið. fað er því að þakka
að hver hlutur helzt saman. þ>etta aíl er eiginlegt
öllum hlutum og þar af leiðir, að því stærri, innihalds-
meiri og þéttari sem einhver líkami er, því sterkara er
aðdráttarafl hans; því ef hver einstakur hlutur líkama
hefir vissan aðdráttarkrapt, þá verður aðdráttarafl lík—
amans í heild sinni eins mikið og aðdráttarafl allra
partanna samanlagt. Þyngd hlutanna hér á jörðu er
eigi annað en aðdráttarafl jarðarinnar; það er aðdráttar-
aíl hennar, sem heldur oss á yfirborði hennar og lætur
stein falla til jarðar, sem upp er kastað. þ>etta afl er
í öllu efni og heldur sólkerfunum í fastri stöðu inn-
byrðis. Af því sólin er rniklu stærri en jörðin, þá er
aðdráttaraii hennar miklu meira, það er 28 sinnum
[