Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 167
og lánfæri.
163
þetta traust hafa þeir h.já öllum kreddulausum mðnnum,
er þeir sjá og reyna, að handhafa eru greiddir seðlarnir
í bankanum orðalaust með peníngum. Eðr til hvers
höfum vér penínga? Til þess að láta þá út aftr, en
eigi til annars. Vér höfum þá f'yrir almennan gangeyri,
og meðan aðrir taka svo við þeim hjá oss, hugsum vér
harðla lítið um livort skírt silfr sé í krónunni eðr skírt
gull í tíkrýníngnum. Sama er um seðlana. J>riðja er
það, sem áðr er á vikið, að seðlar eru hægri í talníngu
og miklu léttari í fiutníngi en peníngar. En nú kemr
aðalkostr seðlanna, og hann er sá, er þér mun öllu heldr
þykja hinn mesti ókostr í snöggu bragði — seðlarnir
ryðja peníngunum úr sæti, þeir leysa þá af hólmi og
ganga sjálfir á hólminn, einmitt af því að bréfseðillin gerir
sama gagn, en er þar á ofan handhægri og ódýrri í öllu
ferðalagi en peníngrinn. Hvað verðr þá af peníngunum,
fara þeir út úr landinu? Já, undireins og þeir eru orðnir
of margir fyrir. En þetta er einmitt háskalegr ókostr
við seðlana, segir þú. Nei, als ekki, ef að er gáð, og
skulum vér nú athuga það vel og vandlega.
Peníngar eru landsmönnum dýrir í samanburði við
gagn það er þeir vinna. Vér hljótum allir að játa að
peníngar eru einmitt «viðskiftahjól», viðskiftafæri, annað
gagn vinna þeir oss ekki. Peníngum er eins háttað og
hrossum, er ýmsir telja með landsómögum og vilja fella
úr tíund, hvorirtveggja eru nytsamir til ferðalags, og
hvorirtveggja eru ómagar þess á milli, og eigi til annars
en að klappa þeim og strjúka, og það er of dýrkeypt fyrir
oss, að gefa 40,000 króna árlega út fyrir eintómt klapp
og strok. Hvernig má það vera, segir þú. Gáðu að,
vér höfum eina mifjón króna í landinu, 4 af 100 í
ársvöxtu af 1 miljón gjöra 40,000 kr. Nú eru seðlar
alveg eins gott og betra viðskiftahjól en peníngar; þeir
eru sem fjörugr gæðíngr hjá freinr þúngum klárhesti.
En kostnaðr penínganna er engan veginn húinn enn.
il*