Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 150
146
Um lánstraust
spilapeníngarnir) ganga í viðsJciflumeðrýylla viðslcifta-
þörf manna sem hinn almenni gangeyrir, peníngarnir,
að sama sJcapi sem lánstraust er miJcið og hagsýni
manna stór til.
Nú er að heimfæra dæmi þetta til lánsverzlunar
hverrar, því bankar, lánsfélög eðr liver lánstofnun onnur
er eigi annað en lánsverzlun. Banki er lánbúð er
ián eru seid og keypt í. Sama er að segja um hvert
lánsíélag eðr lánstofnun. Nú vitum vér af daglegri
reynslu, að lán eru annaðhvort munnleg eingöngu eðr
þá skriíieg. Munnlegu lánin eru margfalt færri en hin
rituðu, og eiga sér eigi stað nema milli vina eðr þá
milli manna, er annaðhvort eigi kunna að skrifa eðr
eru hirðulitlir og óforsjálir. Lán þessi eru því sjald-
gæf, sem og betr fer oftast nær, og skulum vér sleppa
þeim, og víkja til hinna skrifuðu. Hvað kemr nú til
að menn skrifa allflest lán sín ? Tvent, en þó einkum
eitt. Vér skrifum oss til minnis lánin, en vér höfum
þau skrifuð einkanlega oss til tryggíngar. Ef nú tveir
menn eðr fleiri eiga viðskipti saman, þá lánar hvorr
öðrum á víxl, einn öðrum þenna varníng, annarr hinn,
og ljúka svo reikníngnum vanalega eitt sinn árlega.
Meðferð þessi er hin sama sem kaupmenn vorir hafa,
að minsta kosti að yfirvarpi. Hvorki kaupmenn né vér
segjumst taka vöxtu af því er vér lánum, nó heldr láta
af því er vér leigjum. En hvorirtveggja leggja vanalega
vöxtuna á vörurnar, með þeim eina mun, að kaupmenn
gera alla jafna, er þeir selja með föstu verði; en hitt
mun eigi svo sjaldgæft hjá sveitasölum vorum, að varn-
íngr þeirra, smjör, kjöt o. s. frv. sé misdýrr, stundum
eftir ástæðum og efnum lánþegja, en og stundum eftir
geðþótta ljáandans. En í lánbúðum, svo sem bönkum,
sparisjóðum og öðrum lánsjóðum eru vextir æfinlega
taldir, svo írá þeim degi er lán er keypt sem og selt.
J>á hina sömu meðferð hafa auðugir kaupmenu, er