Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 123
á íslandi.
119
Síðast liðin 100 ár (þegar felliánmum 1783—84
er sleppt) hefur nautgripa fjðldinn minnkað um þriðja
hluta, með öðrum orðum, 10,000 nautgripum er færra á
landinu nú, en þá. Jeg hef áður getið þess, hversu
illt þetta er fyrir túnaræktina, og vil nú að eins drepa
á það, að þetta er svo eðlilegt þegar litið er á, að Ijett-
ara er að fá peninga eða vöru fyrir ullina og failið af
sauðkindinni; en smjör og ostur selst ekki að neinum
mun, svo að kúabúið er eigi haft stærra en svo, að nóg
mjólk sje til lieimilisþarfa. Kýrin er á gjöf 9 mánuði
ársins og þarf 30—44 hesta af heyi, en í mörgum
sveitum er það nóg lianda 20 ám, eða 40 sauðum.
|>að er sannfæring mín að nautakynið íslenzka er
gott og miklu betra en víða í Noregi. Kýr mjólka að
jafnaði um árið 3—4000 pund og það er eigi svo sjald-
gæft að þær nái 5000 pundum, og nokkur dæmi tiunast
til þess að kýr hafi mjólkað 6—8000 pund um árið,
fetta er fremur öllum vonum þegar litið er á, að fóðrið
er ekki annað en hey, og ekkert af korni eða rófum
saman við. Kynið er gott, en lítið er gjört til þess að
bæta það, og allvíða hirða meiin eigi um að fá góða
tarfa, en láta sjer nægja að kýrnar eigi kálfa, en hirða
ekki um annað.
Fjósin eru víðasthvar rúmlítil og dimm, en vanalega
er kúm vel gefið, og á íslandi þekkja menn naumast
til þess að svelta mjólkurkýr, sem annarsstaðar hefur
verið títt fyrrum daga.
Jeg hef áður getið þess að kúabúið gefur næsta
litla verzlunarvöru af sjer, og verður óvíða komið við að
selja mjólk, osta eða nautakjöt svo að hagur sje að því.
Meðferð á mjólk, verkun á smjöri og ostagjörð er allt
mjög ófullkomið enn þá, og má engiun furða sig á því,
þar sem þessu hefur miðað svo seint áleiðis í miklu
frjóvari iöudum. feunan starfa verður íslenzka kvenn-