Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 60
56
Ura
hoppa upp og niður, breiðir íjallahryggir klofnuðu aö
endilöngu; húsin fóru af grundvelli sínum og steinar
sem götur bæjanna voru brúaðar með köstuðust eins og
þeim hefði verið hent langt upp í loptið.
Útbreiðsla jarðskjálftanna getur verið ýmisleg,
stundum er styrkleikur þeirra mestur á einhverjum
vissum stað og jarðskjálftabylgjurnar breiðast út til
allra hliða alveg eins og bylgjur á vatni, þegar steini er
í það kastað; þeir landshlutir, sem eru í miðdepli skjálft-
ans, verða þá fyrir mestum skemmdum og ágangi; opt
verður það þá, þegar margir kippir koma hver eptir
annan, að miðdepill jarðskjálftans breytist og hreyfist þá
aptur á bak eða fram í beina stefnu. Af jarðskjálftum,
er sterkastir hafa verið í einum miðdepli, má telja jarð-
skjálftann í Lissabon 1755, jarðskjálftann í Calabríu 1783
og jarðskjálftann í Mið-pýzkalandi 6. mars 1872. Stundum
er jarðskjálftahreyfingin jafnmikil eptir einhverri beinni
línu; þá breiðist jarðskjálftinn ekki jafnt út til allra
hliða, heldur eptir endilangri landspildu, sem þá vana-
lega á báðar hliðar takmarkast af fjallgörðum eða sjáfar-
strönd. Jarðskjálftarnir í Suðurameríku eru langtíðastir
vestan til í álfunni, á hinum mjóu strandlengjum milli
Andesfjallanna og sjáfar eða þá fyrir norðan strand-
fjöllin í Yenezuela og Nýju-Granada. Einstaka sinnum
ber svo við, að jarðskjálftarnir breiðast jafnt út til allra
hliða frá stuttum hreyfingarás ef svo mætti kallaftrans-
versal jarðskjálftar); hreyfingin er þar nefnilega mest í
miðjunni á stuttri línu, en skjálftarnir breiðast þó út
til allra hliða, af því jarðlögunum er svo háttað að
ekkert hindrar hreyfinguna.
Hreyfing og hraði jarðskjálftabylgnanna eru að miklu
leyti komin undir bygging jarðlaganna og eptir því,
hverjar bergtegundir verða á vegi þeirra. Styrkleiki
og útbreiðsla jarðskjálftanna er því mjög ýmisleg á
ýmsum stöðum eptir því, hvort jarðvegurinn er fastur