Andvari - 01.01.1895, Page 83
53
af Skaptafelli og á honum Kristínartindar og Skarðs-
tindar. Milli Jökuifells og Kristínartinda er dalur
upp að hájökli og niður i gegn um hann gengur
Morsáriökull, en austan við Kristínartinda gengur
Skaptafellsjökull fram; fjöllin i þessura héruðum eru
ekkert annað en eyjar upp úr jökli eða höfðar fram
undan jökli.
Frá Skaptafelli er ágæt útsjón yfir Skeiðarár-
sand, þaðan er ekkert að sjá nema marflata hel-
bláa sanda, svo langt sem augað eygir; misjöfnur
litlar sjást á sandinum aðrar en rásir eptir gamlar
kvislar. Sandinum hallar litið eitt austur og suður
frá Gamlafarvegi og jökuhorninu við Háöldu. Aust-
arlega í jökulröndinni er vik mikið, þar kom hlaup-
ið seinasta úr jöklinum, upp af viki þessu er stór
svört aurrák, há og breið. Úr jökulkróknum við
Jökulfellsmúlann kemur Skeiðará nú í einu lagi,
rennur hún þar þröngt í djúpri rás með þungum
straum, tekur á sig mikinn hlykk inn í mynni Mors-
árdalsins og rennur svo niður með Skaptafellsfjall-
inu og er þar alit af í einu lagi, þegar Skaptafellsá
er komin í hana, fer Skeiðará að kvíslast og renn-
ur svo suðaustur með Öræfum og fiæmist út um allt,
sandarnir eru eins og net af kvislum. Af þvi sand-
inum hallar austur, er Öræfabyggðinni ávallt hin
mesta hætta búin af hlaupum úr Skeiðará, enda hefir
hún skemmt þar margan fagran engjablett; hlaupið
1862 gerði þó einkum mikið jarðrask og óskunda;
meðan Skeiðará rann í Gamlafarvegi hijóta gras-
lendi í Öræfunum að hafa verið miklu viðáttumeiri
en nú; í fornöld hefir áin líklega litið sótt á austur-
landið og því gátu jafnmargir bæir verið i Öræfum
sem þá hafa verið. Frá Skeiðarárupptökum að yzta
horni jökulsins séstvarla nokkur kvisl koma undan
jöklinum, en er kemur fram á miðjan sand, koma