Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 49
DÓRA S. BJARNASON
þjálfa fötluð börn sér, að nota þroskamat, að hafa yfirsýn, að hafa þroskaþjálfa, að
styrkja jákvæð viðhorf og að fötluð börn hafi jákvæð hlutverk í hópnum. í síðari
könnun svara allir þroskaþjálfarnir eins og telja öll sömu atriðin mikilvæg og í fyrri
könnun nema eitt. En það er „að nota þroskamat" sem hefur færst niður fyrir sjötta
sæti og í staðinn er komið „að tryggja börnunum vinnufrið". í báðum könnunum
eru skoðanir þroskaþjálfa skiptari viðvíkjandi mikilvægi atriðanna sex.
Aldur svarenda virðist hvergi skipta máli um það hvernig hóparnir svara.
' Fjallað verður nánar um þau atriði þar sem tölfræðilega marktækur munur
reyndist vera á svörum eftir menntun eða milli kannana.
Atriði 2k: Með þessu atriði var kannað hve mikilvægt er að fötluð börn fái já-
kvæð hlutverk í hópnum.
Mynd 2
Meðaltalsmat á mikilvægi þess að fötluð börn fái jákvæð hlutverk
í hópnum, borið saman milli kannana
3
2,95
2,9
2,85
2,8
2,75
2,7
2,65
2,6
2,55
2,5
Ekki reyndist marktækur munur milli hópanna eftir menntun. Hins vegar höfðu
viðhorf breyst milli kannana, F(925,l)=7,04, p<0,01.
Bæði leikskólakennarar og ófaglærðir töldu þetta atriði mikilvægt í báðum
könnunum. Forvitnilegt er að í seinni könnuninni virðast starfsmenn enn hallari
undir þetta viðhorf en í þeirri fyrri, svo sem sjá má á Mynd 2. Þetta er athyglisvert
og líklega ein höfuðforsenda þess að unnt sé að móta skólastarfið þannig að sam-
eiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna takist ekki bara í orði heldur einnig á
borði.17
Fyrri könnun Seinni könnun
17 Prófessor Diana Bricker, sérfræðingur í þjálfun og uppeldi ungra barna með sérþarfir, telur þetta viðhorf
forsendu þess að starfsfólk sýni fötluðu barni sömu virðingu og öðrum börnum; meti það sem fullgildan
þátttakanda fyrir framlag þess til daglegra athafna á leikskólanum. Enn fremur telur hún viðhorfið forsendu
þess að starfsfólkið sé tilbúið til að afla sér nauðsynlegrar þekkingar, hjálpargagna og stuðnings, og skipu-
leggja námskrána þannig að hún greiði fyrir skemmtilegu og árangursríku uppeldisstarfi á blönduðum leik-
skóla (Bricker 1995:187-188).
47