Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 67
JÓN GUNNAR BERNBURG
ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
OFBELDI, LIFSSTILL, SAMFELAG
Þættir tengdir ofbeldi, afbrotum
og vímuefnaneyslu meðal unglinga
í pessari rannsókn er athugað hvaða pættir tengjast ofbeldi meðal islenskra unglinga. I
fyrsta lagi er athugað hvernig ofbeldi tengist afbrotum og neyslu löglegra og ólöglegra
vímuefna. í öðru lagi er kannað hvernig pað að beita ofbeldi tengist pví að vera fórnarlamb
ofbeldis. í priðja lagi er skoðað hvort félagslegir pættir sem tengjast afbrotum og vímuefna-
neyslu tengjast einnig ofbeldi. Tengsl ofbeldis, afbrota og vímuefnaneyslu við samskipti við
foreldra, námsárangur og gildismat eru rannsökuð. Einnig eru tengsl pessa atferlis við
ofbeldi og vímuefnaneyslu í jafnaldrahópnum könnuð. Byggt er á svörum 3810 nemenda í
tíunda bekk grunnskóla. Niðurstöðurnar sýna að peir sem beita ofbeldi eru líklegri en aðrir
til að neyta löglegra og ólöglegra vímuefiía, fremja afbrot og komast í kast við lögin. Þeir
sem beita ofbeldi eru einnig líklegri en aðrir til að vera fórnarlömb ofbeldis. Enn fremur
kemur í Ijós að unglingar sem beita ofbeldi eru fremur í litlum tengslum við foreldra sína,
peir standa sig ekki eins vel í skólanum, eru ekki eins trúaðir og telja síður að reglur séu
algildar. Þá kemur í Ijós að peir sem beita ofbeldi eru mjög líklegir til að eiga vini sem neyta
vímuefna og hafa komið við sögu ofbeldis. Svipaðar niðurstöður koma í Ijós pegar tengsl
pessara pátta við afbrot og vímuefrianeyslu eru könnuð.'
Erlendar rannsóknir sýna að ofbeldi meðal unglinga fylgir oft atferli sem brýtur í
bága við hefðbundin viðmið. í þessu ljósi hafa fræðimenn haldið því fram að
ofbeldi sé hluti af lífsstíl sem felur einnig í sér afbrot og vímuefnaneyslu (Þóroddur
Bjarnason o.fl. 1997, Salts o.fl. 1995, Sampson og Lauritsen 1990). Jafnframt hafa
nokkrir fræðimenn nýlega bent á að þeir félagslegu þættir sem tengjast vímu-
efnaneyslu og afbrotum tengist einnig ofbeldisatferli (Felson o.fl. 1994, Salts o.fl.
1995, Sampson og Lauritsen 1990). Ef þetta er rétt er ekki ósennilegt að skýra megi
ofbeldi meðal unglinga með sömu kenningum og notaðar hafa verið áður til að
skýra vímuefnaneyslu og afbrot meðal unglinga.
í þessu sambandi er þó rétt að benda á að fáar rannsóknir liggja að baki þessum
fullyrðingum. Einnig eru þær rannsóknir sem fyrir liggja háðar verulegum ann-
mörkum. Þannig hefur ekki verið athugað hve vel kenningar sem leggja áherslu á
félagsnám (social learning) og félagslegt taumhald (social control) spá fyrir um ofbeldi.
* Við þökkum kennurum og skólastjórum í grunnskólum landsins og nemendum í félagsfræði við Háskóla íslands fyrir
aðstoð þeirra við framkvæmd þessarar könnunar. Eins viljum við þakka ónefndum umsagnaraðila tímaritsins Uppeldis og
menntunar fyrir gagnlegar ábendingar við handrit þessarar greinar.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 6. árg. 1997
65