Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 11
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR
hafi verið gagnrýnt og sumu breytt eða vísað frá í kenningum þessara frumkvöðla
liggja þær til grundvallar flestum seinni tíma hugmyndum á sviði máls og þroska.
Hugmyndir ungra barna um lífið og tilveruna byggjast fyrst og fremst á því
sem þau skynja og því sem sýnist. Piaget sýndi fram á með rannsóknum sínum um
vitsmunaþroska að í víxlverkandi samspili einstaklings og umhverfis þroskast barn
frá einhliða og „sjálflægum" hugsunarhætti á fyrstu aldursárunum yfir í að sjá fleiri
hliðar á málum og geta sett sig í annarra spor.
Andstætt Piaget hélt Vygotsky fram mikilvægi tungumálsins í þroska barns og
hvernig málið mótast af menningarlegu innihaldi sem og af félagslegum og tilfinn-
ingalegum atriðum í umhverfi barnsins. Víða í umfjöllun um uppeldi og skólastarf
má greina áhrif kenningar Vygotskys um „zone of proximal development". Hann
og fleiri fræðimenn benda á að gagnvart barni er það hinn fullorðni sem hjálpar því
fram á við í þroska því að barn þarf leiðsögn og kennslu frá fullorðnum þar til það
getur sjálft sigrast á margs konar færni hjálparlaust. Þetta á ekki síður við þegar
barn er komið á skólaaldur (Clay 1991b, Garton og Pratt 1989:45, Geekie og Raban
1994:160, Snow 1983, Vygotsky 1978:86).
Barn á forskólaaldri á margt ólært í móðurmáli þrátt fyrir marga merka áfanga
á þroskabraut sinni. Það glímir við víðtæka merkingu orða og setninga sem og
málfræðibeygingar sem það hefur enn ekki náð fullnaðartökum á. Innlendar og er-
lendar rannsóknir renna stoðum undir það að á þessu reki hefur barn tilhneigingu
til þess að alhæfa reglur um flestar málfræðibeygingar (t.d. sagnorða og lýsingar-
orða) og hefur „villu" í málnotkuninni sem byggð er á alhæfingu þess. Þetta er í
raun engin villa heldur vísbending um það að barnið hefur uppgötvað reglu í mál-
inu sem á við flest orð af líku tagi þó að það hafi ekki enn áttað sig á því að hún
gildir ef til vill ekki um þetta tiltekna orð sem það notar (Hrafnhildur Ragnars-
dóttir 1993, Indriði Gíslason o.fl. 1986, Lindfors 1985, Wells 1986). Rannsóknir sýna
að framfarir í að nota réttar málfræðibeygingar orða eru miklar hjá barni á aldrin-
um fimm til átta ára og á þeim aldri sýnir það sig að það fer rétt með langflestar
málfræðibeygingar (Bee 1992, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Simonsen 1995,
Karmiloff-Smith 1986).
Framfarir í málnotkun barns á þessum aldri er ekki aðeins í málfræði og mótun
setninga, heldur einnig í hæfni þess að segja frá. Þegar saga er sögð þarf hún að
hafa formála, upphafsatburð, söguþráð og sögulok til þess að auðvelt sé að skilja
hana (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1989, 1993, Karmiloff-Smith 1986, McCabe og
Peterson 1991, Wells 1986). Þroska barns til að segja frá greinir Karmiloff-Smith
(1986) í þrjú stig. Byrjunarstig kemur fram í frásögnum fimm ára barna þar eð þau
ráða ekki við uppbyggingu sögu og hafa nær engan söguþráð í frásögn sinni. Á
næsta stigi, í kringum sjö ára aldur, hefur barnið öðlast einhvern skilning á heild-
inni en getur ekki greint frá efni sögunnar án þess að styðjast við myndir. Þá á það í
erfiðleikum með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Lokastigi er náð í kringum
níu ára aldur en sögur barna á því reki hafa nauðsynlega uppbyggingu og þau hafa
náð þroska til að flétta saman einstök atriði í heild ásamt því að ráða yfir flókinni
tímaröð atburða og geta vegið og metið innihald út frá eigin forsendum (Garton og
Pratt 1989, Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1989,1993, Karmiloff-Smith 1986).
9