Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 11

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 11
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR hafi verið gagnrýnt og sumu breytt eða vísað frá í kenningum þessara frumkvöðla liggja þær til grundvallar flestum seinni tíma hugmyndum á sviði máls og þroska. Hugmyndir ungra barna um lífið og tilveruna byggjast fyrst og fremst á því sem þau skynja og því sem sýnist. Piaget sýndi fram á með rannsóknum sínum um vitsmunaþroska að í víxlverkandi samspili einstaklings og umhverfis þroskast barn frá einhliða og „sjálflægum" hugsunarhætti á fyrstu aldursárunum yfir í að sjá fleiri hliðar á málum og geta sett sig í annarra spor. Andstætt Piaget hélt Vygotsky fram mikilvægi tungumálsins í þroska barns og hvernig málið mótast af menningarlegu innihaldi sem og af félagslegum og tilfinn- ingalegum atriðum í umhverfi barnsins. Víða í umfjöllun um uppeldi og skólastarf má greina áhrif kenningar Vygotskys um „zone of proximal development". Hann og fleiri fræðimenn benda á að gagnvart barni er það hinn fullorðni sem hjálpar því fram á við í þroska því að barn þarf leiðsögn og kennslu frá fullorðnum þar til það getur sjálft sigrast á margs konar færni hjálparlaust. Þetta á ekki síður við þegar barn er komið á skólaaldur (Clay 1991b, Garton og Pratt 1989:45, Geekie og Raban 1994:160, Snow 1983, Vygotsky 1978:86). Barn á forskólaaldri á margt ólært í móðurmáli þrátt fyrir marga merka áfanga á þroskabraut sinni. Það glímir við víðtæka merkingu orða og setninga sem og málfræðibeygingar sem það hefur enn ekki náð fullnaðartökum á. Innlendar og er- lendar rannsóknir renna stoðum undir það að á þessu reki hefur barn tilhneigingu til þess að alhæfa reglur um flestar málfræðibeygingar (t.d. sagnorða og lýsingar- orða) og hefur „villu" í málnotkuninni sem byggð er á alhæfingu þess. Þetta er í raun engin villa heldur vísbending um það að barnið hefur uppgötvað reglu í mál- inu sem á við flest orð af líku tagi þó að það hafi ekki enn áttað sig á því að hún gildir ef til vill ekki um þetta tiltekna orð sem það notar (Hrafnhildur Ragnars- dóttir 1993, Indriði Gíslason o.fl. 1986, Lindfors 1985, Wells 1986). Rannsóknir sýna að framfarir í að nota réttar málfræðibeygingar orða eru miklar hjá barni á aldrin- um fimm til átta ára og á þeim aldri sýnir það sig að það fer rétt með langflestar málfræðibeygingar (Bee 1992, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Simonsen 1995, Karmiloff-Smith 1986). Framfarir í málnotkun barns á þessum aldri er ekki aðeins í málfræði og mótun setninga, heldur einnig í hæfni þess að segja frá. Þegar saga er sögð þarf hún að hafa formála, upphafsatburð, söguþráð og sögulok til þess að auðvelt sé að skilja hana (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1989, 1993, Karmiloff-Smith 1986, McCabe og Peterson 1991, Wells 1986). Þroska barns til að segja frá greinir Karmiloff-Smith (1986) í þrjú stig. Byrjunarstig kemur fram í frásögnum fimm ára barna þar eð þau ráða ekki við uppbyggingu sögu og hafa nær engan söguþráð í frásögn sinni. Á næsta stigi, í kringum sjö ára aldur, hefur barnið öðlast einhvern skilning á heild- inni en getur ekki greint frá efni sögunnar án þess að styðjast við myndir. Þá á það í erfiðleikum með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Lokastigi er náð í kringum níu ára aldur en sögur barna á því reki hafa nauðsynlega uppbyggingu og þau hafa náð þroska til að flétta saman einstök atriði í heild ásamt því að ráða yfir flókinni tímaröð atburða og geta vegið og metið innihald út frá eigin forsendum (Garton og Pratt 1989, Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1989,1993, Karmiloff-Smith 1986). 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.