Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 160
INNRA MAT Í HJALLASKÓLA
Vinnan fór í fyrstu fram í umræðum á fundum, lestri milli funda og því að útbúa
matsstefnu skólans. Gerð stefnunnar lauk á haustmisserinu. Hún var rædd í kenn-
arahópnum nokkrum sinnum og voru engar athugasemdir gerðar við hugmyndir
vinnuhópsins sem voru orðnar endanlegar um áramótin 1995-1996.
Síðari hluta verkefnisins var varið í að útbúa og prófa matstæki sem gæti nýst
við að meta það starf sem unnið er í skólanum. Gerðir voru spurningalistar, sér-
stakir listar fyrir nemendur (reyndar tveir, annar fyrir 6-9 ára og hinn fyrir 10-15
ára nemendur), foreldra og kennara. Ákveðið var að spurningar afmörkuðust við
þrjú svið: aga og hegðun, líðan nemenda í skólanum og vinnubrögð þeirra í námi.
Spurningalistarnir voru í mótun mest allt vormisserið en í lok apríl varð endanleg
útgáfa þeirra til eftir miklar umræður og forprófanir. Foreldraráð skólans tók mik-
inn þátt í þessari vinnu. Gerð spurningalistanna var tímafrekasti þáttur verkefnis-
ins. Þeir voru lagðir fyrir nemendur, foreldra og kennara í byrjun maímánaðar
1996. Nær 95% nemenda skólans svöruðu spurningalistunum. Foreldrar fengu list-
ana heimsenda sama dag og nemendur svöruðu og skiluðu í skólann innan viku.
Skil á foreldralistum voru um 80%. Kennarar svöruðu sínum listum á kennara-
fundi.
Unnið var úr spurningalistum á starfsdegi kennara í maílok og hluti verkefna-
hóps starfaði áfram að því verki fram eftir sumri. Niðurstöðurnar voru kynntar
kennurum, foreldrum og foreldraráði skólans um haustið þar sem kynnt var það
efni sem nærtækast þótti hverjum hópi um sig. Foreldraráðið nýtti sér gögnin að
auki til að vinna sína fyrstu skýrslu um starfið í Hjallaskóla í samræmi við hlutverk
sitt. Niðurstöðurnar voru miklar að vöxtum og oft var erfitt að greina einstök „tré" í
þessum „frumskógi" gagna sem höfðu aflast. Sýndist sitt hverjum um mikilvægi
niðurstaðna við einstökum spurningum. Sú heildarmynd sem fékkst af skóla-
starfinu var á margan hátt jákvæð. Þó komu einnig í ljós neikvæðar hliðar sem við
höfum reynt að nýta okkur til að bæta skólastarfið. Umbætur eru flókið ferli og
nemendahópar eru mismunandi frá einu ári til annars þannig að forsendur breytast
sífellt í lifandi stofnun eins og skóli er. I framtíðinni má reikna með að sumir þættir
rannsóknarinnar verði endurteknir til samanburðar og frekara mats.
Skýrsla hefur verið tekin saman um verkefnið og fæst keypt í Hjallaskóla. í
henni er að finna greinargerð um framkvæmd verkefnisins, matsstefnu skólans, alla
spurningalista, skýrslu ráðgjafa og önnur gögn.
Stella Guðmundsdóttir
er skólastjóri Hjallaskóla.
Vigfús Hallgrímsson
er kennari í Hjallaskóla.
158