Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 153
JÓN BALDVIN HANNESSON
AGN-LÍKANIÐ
Eins og AGN-líkanið ber með sér (sjá Mynd 1) eiga skólar að takast á við innra mat
á starfi sínu og ákvarða á grundvelli þess forgangsverkefni til umbóta. Athuganir
beinast að tveimur meginsviðum í starfi hvers skóla, stjórnskipulagi annars vegar
og námi og kennslu hins vegar. Stefnt er að því að festa í sessi ákveðin vinnubrögð
sem bætt geta árangur bæði kennara og nemenda. Þessi vinnubrögð leiða ekki
sjálfkrafa til skólaþróunar en eru nauðsynleg forsenda hennar - jarðvegurinn sem
hún þrífst í. Árangur er skilgreindur mjög vítt og takmarkast engan veginn við
mælanlegan árangur sem hægt er að sýna fram á með einkunnum. Meginsvið
skólastarfsins fléttast að sjálfsögðu saman og verða ekki aðskilin, því hvorki starfið
í kennslustofunni né stjórnskipulagið þróast óháð hvort öðru.
AGN-líkanið sýnir sex skilyrði á sviði stjórnskipulags skóla sem leitast er við að
skapa. Þessum skilyrðum er sameiginlegt að vísa til starfs sem fram fer utan
kennslustofunnar. í fljótu bragði mætti því ætla að þau snertu fyrst og fremst störf
þeirra sem gegna skilgreindum stjórnunarstörfum í skólanum. Svo er þó ekki. Litið
er á þessi skilyrði sem forsendur árangursríks starfs og því er það sameiginlegt
verkefni þeirra sem starfa við skólann að skapa þau. Sé forgangsverkefnið, sem
skólinn velur, á sviði stjórnskipulags skólans vinna kennarar og stjórnendur saman,
ásamt ráðgjöfum, að því að breyta og bæta starfsvenjur, skipulagningu, áætlana-
gerð og mat á árangri.
Á sama hátt beinir AGN-líkanið athyglinni að sex skilyrðum sem eru forsenda
markvissrar vinnu í kennslustofunni. Þessi skilyrði hafa í gegnum tíðina gjarnan
verið talin á ábyrgð einstakra kennara, enda starfa þeir oftar en ekki einangraðir
með nemendum í kennslustofu sinni, án eftirlits, stuðnings eða hvatningar. í grunn-
námi kennara og á kennaranámskeiðum hefur verið fjallað um skilyrði til náms, en
fátíðara er að kennarar hafi sameinast um að læra góð vinnubrögð hver af öðrum í
hinu daglega amstri. í AGN-vinnunni er gengið út frá því að kennarar hafi samstarf
um að læra þá þætti sem stuðla að góðri vinnu í kennslustofunni. Enn fremur að
þeir fái nauðsynlegan stuðning sem geri þeim kleift að halda út þegar bakslag
kemur í breytinga- og umbótastarfið, eins og óhjákvæmilegt er.
Miðað er við að á tveggja ára tímabili séu öll tólf skilyrðin gaumgæfð ítarlega
með skólunum. Jafnframt er reynt að styðjast við framangreind vinnubrögð í þeim
forgangsverkefnum sem skólar velja sér.
SKIPULAG STARFSINS í HVERJUM SKÓLA
Innan hvers skóla er skipuð svokölluð þróunarstjórn sem leiðir starfið auk þess að
hafa samskipti við ráðgjafa, sjá um skráningu, skýrslugerð og fleira. Þróunarstjórn
er skipuð 3-4 starfsmönnum. I henni er a.m.k. annar skólastjórinn auk fulltrúa
mismunandi deilda eða aldursstiga. Þróunarstjórn fundar að meðaltali í tvær
klukkustundir vikulega og situr sex námskeiðsdaga hvort skólaár sem eru haldnir
með þróunarstjórnum annarra skóla og stýrt af ráðgjöfum. Kennarar og þróunar-
stjórn taka sameiginlega ákvarðanir um forgangsverkefni. Auk skoðana kennara er
151