Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 115
GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR
störf kennara, stjórnenda menntamála, skólastjórnenda og annarra sem að skóla-
starfi koma. Kenningar sem gætu auðveldað rannsakendum túlkun á rannsóknar-
niðurstöðum og gert þeim kleift að setja fram niðurstöður sem kennarar gætu nýtt
sér beint í daglegu skólastarfi (Marsh og Willis 1995). En til þess að unnt væri að
leita kenninga urðu námskrárfræðingar að koma sér saman um skilgreiningu á
hugtakinu námskrá og umfangi þess. Það reyndist þrautin þyngri og um tíma varð
skilgreining hugtaksins eitt meginviðfangsefni námskrárfræðinga (Tanner og Tann-
er 1995). I deilum um hugtakanotkun og skilgreiningu fræðasviðsins gleymdist
smátt og smátt til hvers leikurinn var gerður. í fræðilegri umræðu voru námskrár-
fræðingar að fjarlægjast skólastarf og raunhæf viðfangsefni námskrárfræðanna.
Joseph J. Schwab birti árið 1969 grein sem olli straumhvörfum innan námskrár-
fræða (Schwab 1969). í kjölfarið fylgdu þrjár aðrar greinar af svipuðum toga
(Schwab 1971, 1973, 1983). í þeim hélt hann því fram að námskrárfræði væru í
andaslitrunum og gætu ekki lagt meira af mörkum til eflingar menntunarfræðum
með þeim vinnuaðferðum sem þá tíðkuðust. Vandræði greinarinnar mætti rekja til
ofuráherslu á kenningarleit sem ekki væri í neinum tengslum við skólastarf og
nýttist því ekki við lausn raunhæfra vandamála í skólastofunni og starfi kennara.
Schwab taldi að leit námskrárfræðinga að einni eða fáum algildum kenningum,
sem á mætti byggja ákvarðanatöku um nám og kennslu, væri varhugaverð þar sem
engin ein kenning næði yfir svo flókið fyrirbæri sem skólastarf er. Schwab benti
jafnframt á að námskrárgerð yrði að eiga upptök sín í raunveruleikanum, þ.e. í
skólastarfinu. í skólastarfinu koma upp viðfangsefni sem þarf að leysa eða takast á
við og við lausn vandamála þurfa skólamenn að geta stuðst við góðar og vandaðar
upplýsingar um það sem raunverulega gerist í skólastarfi (Schwab 1971). Til þess
að námskrárgerð verði að veruleika þurfa þeir sem að henni koma að búa yfir mis-
munandi þekkingu og reynslu sem snýr að námsgreininni, nemendum, skólastarfi,
kennurum og svo námskrárfræðum (Schwab 1973). Að lokum lagði Schwab mikla
áherslu á að kennarar og starfsmenn ynnu að námskrárgerð og að þær væru byggð-
ar á þörfum og möguleikum hvers skóla (Schwab 1983).
Hugmyndir Schwabs um námskrárfræði og námskrárgerð ollu talsverðu fjaðra-
foki meðal námskrárfræðinga en höfðu sín áhrif á umræðuna innan greinarinnar. I
kjölfarið varð umfjöllun námskrárfræðinga á margan hátt öðruvísi en verið hafði.
Smátt og smátt dró úr leit að algildum kenningum og skilgreiningum á námskrár-
hugtakinu og bjartsýni námskrárfræðinga dofnaði. Farið var að efast um ýmis
grunnatriði í námskrárfræðum, s.s. námskrárlíkan Tylers, og trú manna á vísinda-
legu gildi fræðanna minnkaði. Þessi vantrú birtist m.a. í því að aðsókn nemenda í
námskrárfræði við bandaríska háskóla hraðminnkaði (Pinar 1975).
Tiltrú námskrárgerðarmanna á að hægt væri að smíða algildar kenningar
minnkaði og bent var á að þrátt fyrir smíðatilraunir námskrárfræðinga hefðu þær
kenningar lítil sem engin áhrif á skólastarfið. Milli námskrárfræðinga og starfandi
kennara væri bil sem erfitt væri að brúa (Klein 1992). Námskrárfræðin væru kenn-
urum og öðru skólafólki ekki það vinnutæki sem upphaflega hafði verið ætlað.
Rannsóknir nýttust kennurum ekki í starfi og fræðigreinina væri ekki hægt að hag-
nýta að nokkru marki í skólastarfi.
113