Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 115

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 115
GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR störf kennara, stjórnenda menntamála, skólastjórnenda og annarra sem að skóla- starfi koma. Kenningar sem gætu auðveldað rannsakendum túlkun á rannsóknar- niðurstöðum og gert þeim kleift að setja fram niðurstöður sem kennarar gætu nýtt sér beint í daglegu skólastarfi (Marsh og Willis 1995). En til þess að unnt væri að leita kenninga urðu námskrárfræðingar að koma sér saman um skilgreiningu á hugtakinu námskrá og umfangi þess. Það reyndist þrautin þyngri og um tíma varð skilgreining hugtaksins eitt meginviðfangsefni námskrárfræðinga (Tanner og Tann- er 1995). I deilum um hugtakanotkun og skilgreiningu fræðasviðsins gleymdist smátt og smátt til hvers leikurinn var gerður. í fræðilegri umræðu voru námskrár- fræðingar að fjarlægjast skólastarf og raunhæf viðfangsefni námskrárfræðanna. Joseph J. Schwab birti árið 1969 grein sem olli straumhvörfum innan námskrár- fræða (Schwab 1969). í kjölfarið fylgdu þrjár aðrar greinar af svipuðum toga (Schwab 1971, 1973, 1983). í þeim hélt hann því fram að námskrárfræði væru í andaslitrunum og gætu ekki lagt meira af mörkum til eflingar menntunarfræðum með þeim vinnuaðferðum sem þá tíðkuðust. Vandræði greinarinnar mætti rekja til ofuráherslu á kenningarleit sem ekki væri í neinum tengslum við skólastarf og nýttist því ekki við lausn raunhæfra vandamála í skólastofunni og starfi kennara. Schwab taldi að leit námskrárfræðinga að einni eða fáum algildum kenningum, sem á mætti byggja ákvarðanatöku um nám og kennslu, væri varhugaverð þar sem engin ein kenning næði yfir svo flókið fyrirbæri sem skólastarf er. Schwab benti jafnframt á að námskrárgerð yrði að eiga upptök sín í raunveruleikanum, þ.e. í skólastarfinu. í skólastarfinu koma upp viðfangsefni sem þarf að leysa eða takast á við og við lausn vandamála þurfa skólamenn að geta stuðst við góðar og vandaðar upplýsingar um það sem raunverulega gerist í skólastarfi (Schwab 1971). Til þess að námskrárgerð verði að veruleika þurfa þeir sem að henni koma að búa yfir mis- munandi þekkingu og reynslu sem snýr að námsgreininni, nemendum, skólastarfi, kennurum og svo námskrárfræðum (Schwab 1973). Að lokum lagði Schwab mikla áherslu á að kennarar og starfsmenn ynnu að námskrárgerð og að þær væru byggð- ar á þörfum og möguleikum hvers skóla (Schwab 1983). Hugmyndir Schwabs um námskrárfræði og námskrárgerð ollu talsverðu fjaðra- foki meðal námskrárfræðinga en höfðu sín áhrif á umræðuna innan greinarinnar. I kjölfarið varð umfjöllun námskrárfræðinga á margan hátt öðruvísi en verið hafði. Smátt og smátt dró úr leit að algildum kenningum og skilgreiningum á námskrár- hugtakinu og bjartsýni námskrárfræðinga dofnaði. Farið var að efast um ýmis grunnatriði í námskrárfræðum, s.s. námskrárlíkan Tylers, og trú manna á vísinda- legu gildi fræðanna minnkaði. Þessi vantrú birtist m.a. í því að aðsókn nemenda í námskrárfræði við bandaríska háskóla hraðminnkaði (Pinar 1975). Tiltrú námskrárgerðarmanna á að hægt væri að smíða algildar kenningar minnkaði og bent var á að þrátt fyrir smíðatilraunir námskrárfræðinga hefðu þær kenningar lítil sem engin áhrif á skólastarfið. Milli námskrárfræðinga og starfandi kennara væri bil sem erfitt væri að brúa (Klein 1992). Námskrárfræðin væru kenn- urum og öðru skólafólki ekki það vinnutæki sem upphaflega hafði verið ætlað. Rannsóknir nýttust kennurum ekki í starfi og fræðigreinina væri ekki hægt að hag- nýta að nokkru marki í skólastarfi. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.