Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 130
HUGLEIÐING UM STÆRÐFRÆÐILEGAN UNDIRBÚNING GRUNNSKÓLAKENNARA
Einatt virðist vanmetið, hve langan tíma tekur að öðlast sjálfstraust í stærðfræði.
Langflestir þurfa mörg ár til að ná stærðfræðilegum þroska. Jafnvel nemendur sem
hafa verið tiltölulega farsælir í stærðfræðinámi í grunn- og framhaldsskóla geta átt
erfitt með að meta eigin kunnáttu. Enda er munur á því að geta fundið rétt svar og
því að vera viss um að svarið sé rétt. Er 5-2 = 10 ? Er það víst? Enn vandasamara
getur verið, að skilja og meta stærðfræðilega hugsun annarra. Stundum segjast
kennarar helst hafa náð tökum á tilteknum efnisatriðum við að þurfa að kenna þau,
en stærðfræðikennari sem ekki hefur fræðilegt sjálfstraust mun sennilega ekki
kunna góð skil á viðfangsefninu, jafnvel eftir að hafa kennt það.
Ef það er svo, eins og margt bendir til, að í kennaranám komi að stórum hluta
fólk sem hefur takmarkaðan áhuga á stærðfræði og jafnvel neikvæða reynslu af
stærðfræðinámi og ef stærðfræði er svona lítið sinnt í kennaranámi, þá blasir við
okkur vítahringur þar sem grunnskólanemar fá ófullnægjandi stærðfræðikennslu og
verða að sama skapi áhugalitlir um stærðfræði, en seinna meir verða sumir þeirra
grunnskólakennarar. Það er hvorki auðvelt né fljótlegt að rjúfa slíkan vítahring, en
það er skoðun mín, að það verði helst gert með því að efla stærðfræðnám verðandi
grunnskólakennara. Það er með öðrum orðum í kennaramenntunarstofnunum sem
verður að taka á þessum vanda. Eg held það hafi lítið sem ekkert upp á sig, að kenna
grunn- eða framhaldsskólum um slakan undirbúning fyrir kennaranám. Það er fyrst
og fremst í sjálfri kennaramenntunarstofnuninni sem verður að setja hin rauðu strik.
Jafnframt verður að aðstoða kennaraefni miklu meira við stærðfræðilegan undir-
búning sinn. Eg tel, að kennaranemar séu margir stærðfræðilega ósjálfbjarga, en ég
held að það yrði til lítillar farsældar, eitt og sér, að leggja þyngri stærðfræðipróf fyrir
þá. Ég held að réttara væri að koma til móts við hina fjölmörgu sem hafa áhuga á
kennslu í grunnskóla en hafa ófullnægjandi stærðfræðilegar forsendur til þess. A
hinn bóginn má ekki vera feimnismál að gera raunverulegar kröfur til grunnskóla-
kennara. Um leið og við aðstoðum fleiri við að styrkja stöðu sína í stærðfræði, verð-
um við sennilega að fella fleiri, sem ekki standast kröfur.
Lítum aftur á stærðfræði í samanburði við aðrar námsgreinar. Meðal sérkenna
stærðfræðinnar eru skýrar, en jafnframt þröngar, forsendur, ótvíræðar ályktanir,
samfelld uppbygging og sérhæft táknmál. Vinnulag í stærðfræðinámi er frábrugðið
vinnulagi í félagsvísindanámi. Það er ekki laust við, að skipulag kennaranáms virð-
ist stundum eingöngu taka mið af félagsgreinunum. Þá byggist námið á lestri, verk-
efnavinnu, hópvinnu, umræðum, vettvangsathugunum og fleiru í þessu felst ekki
sá andi sem á við í stærðfræðinámi. Þá á að hugsa og skilja og hugsa svo aftur til að
skilja betur. Ef við nú gefum okkur að kennaraneminn sé heldur illa staddur með
tilliti til vinnubragða í stærðfræðinámi og þurfi dálítinn tíma til að koma sér úr
sporunum, þá er hætt við að ekki verði ýkja mikið eftir af örfáum stærðfræðináms-
einingum þegar hann loks er kominn á skrið.
I Kennaraháskóla íslands er stærðfræði einnig í boði sem valgrein, eins og fyrr
segir. í henni felst um tólf eininga nám, bæði í hefðbundnum stærðfræðigreinum:
talnafræði, rúmfræði, algebru og stærðfræðigreiningu, auk námskeiða sem kalla má
að séu á sviði stærðfræðimenntunar. Fjöldi nemenda, sem velur sér stærðfræði í
Kennaraháskólanum, er yfirleitt á milli tíu og tuttugu af rúmlega hundrað manna
128