Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 91
HAFDÍS INGVARSDÓTTIR Af því að sitja í tímum, þá var ég stundum farin að vorkenna þeim. Mérfannst það svo einhæft og Iþyrfti að hafa hópvinnu] til að hrjóta svolítið upp og eins líka það eru svo margir þarna sem hafa svo mikið að segja. (1/3) Inga var reyndar hikandi við að leggja fyrir hópvinnuverkefni af því að nemendur virtust ekki vanir því. „Það er svona hefðbundið, það vinnur hver fyrir sig." Hún var óörugg og treysti sér ekki til að brydda upp á miklum nýjungum, þó að hún hefði „séð svona skemmtilegar æfingar í bókum" sá hún ekki slíkar hugmyndir í framkvæmd hjá æfingakennara. Það verður ekki greint að þetta fyrra kennslu- tímabil hafi breytt mikið afstöðu Ingu til kennarastarfsins. Ég hef í sjálfu sér alveg jafn mikla trú á mér núna, og [námið] kannski frekar aukið áhuga, maður sér möguleikana og meira hvað um er að vera. Það eru kannski skóla- heimsóknirnar sem skipta mestu málifinnst mér,fyrir mig alla vega. (1/3) Það er umhugsunarefni að Ingu fannst tveggja daga skólaheimsóknir, þar sem hún horfði á marga kennara kenna í eina til tvær kennslustundir, lærdómsríkari en tveggja vikna samfelld dvöl í skóla hjá sama kennara og þar sem hún sjálf var að kenna. í mars var seinna æfingakennslutímabilið og Inga kveið því. Nú fannst henni sem hún hefði lært svo ótal margt og að það væri svo margt sem yrði að taka tillit til. Kennsla var í huga hennar orðin miklu flóknara fyrirbæri: Ég hef miklu meiri áhyggjur af þessu [æfingakennslunni] núna ... Maður hefur komist að þvíað þetta er enn þá flóknara. (1/4) Inga hafði líka áhyggjur af fagþekkingu sinni. Hún lét í ljósi ákveðinn kvíða yfir því að hún væri búin að gleyma málfræðireglum og gæti ekki útskýrt málfræði. Hún var að fara til kennara sem var sagður mjög traustur. Ingu leist samt ekki á hann, hélt að sér mundi reynast erfitt að standa undir kröfum hans. Hún hafði á tilfinn- ingunni að hann væri með allt niður njörvað og skipulagt og hún fengi ekki að prófa neitt nýtt. Hann hefði engan áhuga á skoðunum hennar. Henni féll heldur ekki alls kostar við áherslur hans í kennslunni. Það á ekki að vera að eyða ofboðslega miklum tíma í að vera að kenna nemendum svona atriði. Það eru til reglur en það er ekki farið eftir þeim og það eru mjög fáir sem tala svona ... það á ekki að eyða tíma í að kenna nemendum svona sem er svo- lítið erfitt að segja hvað er rétt og hvað er rangt, það á frekar að gefa þeim tækifæri til að lesa meira og tala. (1/4) Inga sagðist hafa nokkuð ákveðnar hugmyndir um leiðir, en vantaði betri þekkingu á útfærslu þeirra. Hún hafði ekki trú á að hún fengi þá þekkingu í æfingakennslunni. Mann vantar meira svona „konkret" ekki bara hugmyndir heldur framkvæmdina líka ... Maður kemur hingað [í kennsluréttindanámið] og fær allar hugmyndirnar og allt sem hægt er að gera en maður sér ósköp lítið af þvíískólunum. (1/4) Reyndin varð sú að æfingakennarinn veitti Ingu sennilega ágæta leiðsögn í ýmsum mikilvægum atriðum við stjórnun á bekk og samskiptum við nemendur, en hann veitti henni ekki þá leiðsögn í kennsluaðferðum sem hún vonaðist til. Inga kenndi eins og fyrir hana var lagt, en var ekki sátt við þá tilhögun. En það fór eins og mig grunaði að heill tími í að lesa og þýða yrði langur og leiðin- legur. (1/5) 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.