Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 165
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR
einnig hafa skoðanir manna verið skiptar um hvort rétt sé að kenna svona ítarlega
um frumuna í grunnskóla. Sömu skoðun hef ég heyrt frá framhaldsskólakennara
sem taldi ekki alla nemendur sína búna undir nám um frumuna.
Fjórði kafli heitir Vefir, líffæri og líffærakerfi. Eins og nafnið bendir til fjallar hann
um skipulag lífvera frá frumum, vefjum og líffærum til líffærakerfa og líkama.
Lögð er áhersla á að líkami lífveru sé ein heild sem annast ýmsa starfsemi með það
að markmiði að halda lífverunni lifandi. Þennan kafla er eðlilegt að kenna í fram-
haldi af kaflanum um frumur, en hann getur þó verið sjálfstæður ef nemendum er
jafnframt kynnt frumuhugtakið. Kaflinn er ekki langur en skýrir ágætlega fyrir
nemendum skiptingu líkamans og samvinnu líffæranna og líffærakerfanna.
Fimmti og síðasti kafli bókarinnar heitir Samskipti lífvera. Viðfangsefni hans er
vistfræðin, þ.e. samspil lífvera og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Ýmis hugtök
vistfræðinnar eru skýrð á auðskilinn hátt og í þessum kafla eru tekin nokkur íslensk
dæmi, meðal annars um áhrif gossins á Heimaey á lífríki Vestmannaeyja. Þessi kafli
bókarinnar er mjög góður og fjallar um efni sem margir nemendur hafa mikinn
áhuga á. Verkefnin sem fylgja kaflanum eru skemmtileg og einföld sem og verk-
efnin í verkefnamöppunni sem meðal annars reyna á skilning nemenda á viðfangs-
efninu.
í lok bókarinnar eru þrjár stuttar greinar undir heitinu Vísindahornið. Þær eru
ætlaðar til að vekja umræður hjá nemendum, örva þá og glæða áhuga á vísindum.
Efni greinanna er af ýmsum toga, en skemmtilegt og hafa nemendur mínir haft
gaman af því að velta efni þeirra fyrir sér. Orðskýringar í bókarlok þar sem skýrð
eru helstu hugtök, sem fram koma í bókinni, auðvelda nemendum að leita skýringa
á ýmsum nýjum og oft torskildum hugtökum og eru góð viðbót við bókina.
KENNARAHANDBÓK
Skipulag kennarahandbókar er frábrugðið því sem áður hefur sést í kennsluleið-
beiningum í líffræði. Hún er mjög þægileg í notkun þar sem á hverri opnu er fjallað
um ákveðna opnu í nemendabókinni og er smækkuð mynd af henni í kennara-
handbókinni. Til hliðar eru síðan svör við spurningum og verkefnum, ítarefni fyrir
kennara, tillögur um kennslutilhögun, og upplýsingar um myndbönd sem tengjast
textanum. Kennarahandbókin er full af ýmiss konar fróðleik og er afar þægileg í
notkun. Einnig sparar hún kennara mikla vinnu við að leita sér að ítarefni og upp-
lýsingum um efnið. Spurningar, sem ætlaðar eru til að leiða kennara áfram í kennsl-
unni, koma væntanlega reyndum kennurum spánskt fyrir sjónir, en henta vafalaust
hinum reynsluminni.
VERKEFNAMAPPA
í verkefnamöppu er að finna ýmis verkefni, tilraunir, kannanir, tölvudisklinga og
glærur. Verkefnin eru mörg bráðskemmtileg og nýstárleg. Eru þau góð viðbót við
verkefni bókarinnar. Kannanirnar, sem finna má í möppunni, er þægilegt að leggja
fyrir nemendur, en þær tengjast bæði efni úr einstökum köflum en einnig er loka-
263