Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 165

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 165
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR einnig hafa skoðanir manna verið skiptar um hvort rétt sé að kenna svona ítarlega um frumuna í grunnskóla. Sömu skoðun hef ég heyrt frá framhaldsskólakennara sem taldi ekki alla nemendur sína búna undir nám um frumuna. Fjórði kafli heitir Vefir, líffæri og líffærakerfi. Eins og nafnið bendir til fjallar hann um skipulag lífvera frá frumum, vefjum og líffærum til líffærakerfa og líkama. Lögð er áhersla á að líkami lífveru sé ein heild sem annast ýmsa starfsemi með það að markmiði að halda lífverunni lifandi. Þennan kafla er eðlilegt að kenna í fram- haldi af kaflanum um frumur, en hann getur þó verið sjálfstæður ef nemendum er jafnframt kynnt frumuhugtakið. Kaflinn er ekki langur en skýrir ágætlega fyrir nemendum skiptingu líkamans og samvinnu líffæranna og líffærakerfanna. Fimmti og síðasti kafli bókarinnar heitir Samskipti lífvera. Viðfangsefni hans er vistfræðin, þ.e. samspil lífvera og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Ýmis hugtök vistfræðinnar eru skýrð á auðskilinn hátt og í þessum kafla eru tekin nokkur íslensk dæmi, meðal annars um áhrif gossins á Heimaey á lífríki Vestmannaeyja. Þessi kafli bókarinnar er mjög góður og fjallar um efni sem margir nemendur hafa mikinn áhuga á. Verkefnin sem fylgja kaflanum eru skemmtileg og einföld sem og verk- efnin í verkefnamöppunni sem meðal annars reyna á skilning nemenda á viðfangs- efninu. í lok bókarinnar eru þrjár stuttar greinar undir heitinu Vísindahornið. Þær eru ætlaðar til að vekja umræður hjá nemendum, örva þá og glæða áhuga á vísindum. Efni greinanna er af ýmsum toga, en skemmtilegt og hafa nemendur mínir haft gaman af því að velta efni þeirra fyrir sér. Orðskýringar í bókarlok þar sem skýrð eru helstu hugtök, sem fram koma í bókinni, auðvelda nemendum að leita skýringa á ýmsum nýjum og oft torskildum hugtökum og eru góð viðbót við bókina. KENNARAHANDBÓK Skipulag kennarahandbókar er frábrugðið því sem áður hefur sést í kennsluleið- beiningum í líffræði. Hún er mjög þægileg í notkun þar sem á hverri opnu er fjallað um ákveðna opnu í nemendabókinni og er smækkuð mynd af henni í kennara- handbókinni. Til hliðar eru síðan svör við spurningum og verkefnum, ítarefni fyrir kennara, tillögur um kennslutilhögun, og upplýsingar um myndbönd sem tengjast textanum. Kennarahandbókin er full af ýmiss konar fróðleik og er afar þægileg í notkun. Einnig sparar hún kennara mikla vinnu við að leita sér að ítarefni og upp- lýsingum um efnið. Spurningar, sem ætlaðar eru til að leiða kennara áfram í kennsl- unni, koma væntanlega reyndum kennurum spánskt fyrir sjónir, en henta vafalaust hinum reynsluminni. VERKEFNAMAPPA í verkefnamöppu er að finna ýmis verkefni, tilraunir, kannanir, tölvudisklinga og glærur. Verkefnin eru mörg bráðskemmtileg og nýstárleg. Eru þau góð viðbót við verkefni bókarinnar. Kannanirnar, sem finna má í möppunni, er þægilegt að leggja fyrir nemendur, en þær tengjast bæði efni úr einstökum köflum en einnig er loka- 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.