Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 54
LEIKSKÓLI FYRIR ALLA?
Mynd 7
Meðaltalsmat á mikilvægi þess að tryggja börnum vinnufrið,
eftir könnun og menntun
Fyrri könnun Seinni könnun
í 47,0%, en hjá leikskólakennurum var hlutfallið svipað í báðum könnunum, um
75,0%, með reynslu af slíku starfi.
Spurning 3b: Athyglisvert er að einungis 25,2% mannaflans hafði lært eitthvað
um kennslu og þjálfun fatlaðra í fyrri könnuninni en 30,6% í seinni könnuninni.
Þrátt fyrir breytta kennsluhætti í Fósturskóla íslands og nokkur endurmenntun-
arnámskeið um sérkennslu og um sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra við
skólann nokkur undanfarin ár, þá höfðu aðeins færri leikskólakennarar í seinni
könnuninni lært um kennslu fatlaðra (55,0%) en í hinni fyrri (59,0%). Hins vegar
hafði fleira ófaglært starfsfólk lært eitthvað slíkt í seinni könnuninni en í þeirri fyrri,
en þó aðeins um 10,0% þess.
Við nánari athugun komu í ljós tvær mögulegar ástæður fyrir þeirri heildar-
fjölgun sem orðin er á þeim sem hafa lært eitthvað um uppeldi og þjálfun fatlaðra
barna í dagvistarkerfinu. í fyrsta lagi hefur mun hærra hlutfall þeirra starfsmanna
sem hér flokkast undir „annað" (fólk með ýmis konar starfsmenntun aðra en leik-
skólakennarar og þroskaþjálfar) lært um uppeldi eða þjálfun fatlaðra - eða tæp
40,0% í seinni könnuninni en tæp 10,0% í þeirri fyrri. Þessi hópur er líka fjölmennari
í seinni könnuninni en hinni fyrri (eða 44 í fyrri könnun og 91 í seinni könnun). í
öðru lagi hafa fleiri leikskólakennarar með sérstuðning við fötluð börn slíka mennt-
un í seinni könnuninni (64,0% af 22) en í þeirri fyrri (29,0% af 14).
Mannaflinn hefur samkvæmt þessu betri forsendur en áður til að takast á við
uppeldi, kennslu og þjálfun fatlaðra barna á dagvistarstofnunum. Hlutfall fatlaðra
barna í hverjum aldurshópi er nokkurn veginn hið sama frá ári til árs eða um 1% af
hverjum fæðingarárgangi. Hlutfall ungra barna sem teljast hafa verulegar sérþarfir
vegna andlegs eða líkamlegs ástands eða félagslegra aðstæðna er hins vegar um
5-10% eftir því við hvað er miðað. Fagmenntuðu starfsfólki á þessum sviðum hefur
52