Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 52
LEIKSKÓLI FYRIR ALLA?
söm og samvinnufús. Yfirsýnin er þá sú meðvitund sem menn byggja starfið á,
uppspretta faglegra vinnubragða og starfsánægju leikskólakennaranna. Þó er rétt
að taka fram að ómögulegt er að staðhæfa hér að allir svarendur hafi skilið þetta
orð með sama hætti. Ekki er ólíklegt að einhverjir svarendur hafi skilið orðið bók-
staflega í gagnsærri merkingu, þ.e. að sjá yfir barnahópinn, vita hvar öll börnin eru.
Mynd 5
Meðaltalsmat á mikilvægi þess að hafa almenna yfirsýn
yfir hvar börn eru, eftir könnun og menntun
Fyrri könnun Seinni könnun
Atriði 2j: Atriðinu er ætlað að meta hve mikilvægt er að nota Sálfræði- og sér-
kennsludeild Dagvistar barna til styrktar sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatl-
aðra barna.
Hér reyndist marktækur munur eftir menntun, þar sem leikskólakennarar
töldu stuðning Sálfræði- og sérkennsludeildar Dagvistar mikilvægari en ófaglærðir,
P(917,l)=ll,08, p<0,01 (sjá Mynd 6). Bæði leikskólakennarar og ófaglærðir starfs-
menn telja stuðning Sos mikilvægari í síðari könnuninni en hinni fyrri, enda þótt
ekki sé um marktækan mun að ræða eftir menntun. Það viðhorf beggja hópa kemur
ekki á óvart þar sem deildin hefur eflst.
Atriði 2f: Eigindlega rannsóknin 1985-1986 gaf tilefni til að ætla að starfsfólk í
þeirri rannsókn notaði orðalagið í atriði 2f („að tryggja fötluðum og ófötluðum
vinnufrið til að finna sjálf leiki/lausnir") til að útskýra eyður í dagskipulagi barn-
anna. Hluti starfsfólksins tók sér þá hlé, fékk sér aukakaffi og rabbaði saman.
Annað og neikvæðara hugtak yfir sömu athöfn var „að láta börnin dingla". Það eru
engar frímínútur í leikskóla líkt og í grunnskóla. Leikskólakennarar og ófaglærðir
starfsmenn leikskóla vinna daglangt við nær stöðugt áreiti ungra barna sem öll
þurfa athygli og aðstoð fullorðinna. Þetta er lýjandi og líka einmanalegt starf.
Starfsfólkið sér hvert annað, en fær lítið sem ekkert svigrúm til að hittast fjarri
50