Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 116
NÁMSKRÁRGERÐ, NÁMSKRÁRFRÆÐI OG KENNARAR
NÝJAR LEIÐIR?
Hvar standa þá námskrárfræðin nú? Eru þau andvana borin fræðigrein? Fræðigrein
sem ekki getur lagt til neinar lausnir við spurningum sem hljóta alltaf að vakna við
skipulag skólastarfs og námskrárgerð? Hvaða hag hafa kennarar sem standa í eld-
línunni dag hvern af námskrárfræðum?
Eftir fræðilegt þunglyndi í kjölfar gagnrýni Schwabs er að finna ýmis batamerki
innan námskrárfræða. Á síðustu árum hafa rannsóknir innan námskrárfræða orðið
fjölbreyttari og margslungnari en áður. Námskrárfræðingar hafa flestir hverjir hafn-
að þeirri hugmynd að hægt sé að finna eina algilda kenningu sem taki til alls
skólastarfs og þess í stað bent á að vænlegra sé að fjalla um afmarkaða þætti skóla-
starfs og smíða kenningar út frá því (Beauchamp 1982). Líkön tengd námskrárgerð
eða mati á skólastarfi eru m.a. afsprengi þessa sjónarmiðs. Önnur nálgun er sú að
námskrárfræðingar hætti ófrjórri leit að lokaafurðinni sjálfri, þ.e. námskrárkenn-
ingunni, en fari þess í stað að beina athyglinni að ferlinu við kenningarsmíðina
(Marsh og Willis 1995, Klein 1992). Áherslan á kenningarsmíðina fremur en kenn-
inguna sjálfa felur í sér að þeir sem að smíðinni standa taki meira mið af breyting-
um innan fræðasviðsins, geti greint meginatriðin hverju sinni og reyni að tengja
umfjöllun sína skólastarfi (Marsh og Willis 1995).
Er námskrárgerðin þá ekki lengur vísindaleg? Á hvaða forsendum er hægt að
taka ákvarðanir um skipulag og framkvæmd skólastarfs ef ekki eru til neinar al-
gildar kenningar?
Reid (1994) og fleiri hafa bent á að námskrárkenning geti aldrei orðið hrein vís-
indakenning. Ekki er nóg að kenningar í námskrárfræði lýsi hvernig fyrirbæri gerast
eða hvers vegna. Meginviðfangsefni námskrárkenninga er að leiða til skilgreininga á
æskilegum markmiðum skólastarfs og benda á vænlegar leiðir til að ná þeim mark-
miðum. Námskrárkenning er þannig fremur athafnakenning en vísindakenning
(Reid 1994). Reid bendir einnig á að á síðustu árum hafi kenningasmíðin innan nám-
skrárfræðannna bæði verið blinduð af viðhorfum stjórnunar og hagnýtingar. Með
stjórnarviðhorfi er átt við þá tilhneigingu að afgreiða gildisbundnar ákvarðanir í
námskrárgerð eins og þær væru tæknilegar, en með hagnýtingarsjónarmiði er átt við
þá hentistefnu sem ríkir þegar ákvarðanir í námskrárgerð eru byggðar á skyndi-
lausnum fremur en vel ígrunduðum ákvörðunum (Reid 1994, Eisner 1985). Ekki síst
þessi þróun í námskrárgerð undirstrikar mikilvægi rannsókna.
RANNSÓKNIR í NÁMSKRÁRFRÆÐI
Hvers konar rannsóknir teljast námskrárrannsóknir? Short (1993) stingur upp á að í
umfjöllun um rannsóknir og hagnýtingu námskrárfræðinnar séu höfð í huga þrjú
mismunandi þrep eða stig námskrárfræða, þ.e. námskrárgerð, námskrárrannsóknir
og mat á námskrárrannsóknum.
Fyrsta þrepið, námskrárgerð, tekur til hagnýtra viðfangsefna. Spurningar á því
sviði eru fyrst og fremst um aðgerðir og ákvarðanir í skólastarfi og breytingar á því:
Hvernig eiga pólitískar ákvarðanir að endurspeglast í námskránni? Hvaða aðferð-
um verður beitt til að hrinda námskránni í framkvæmd? Hvað varðar spurningar
114