Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 61
DÓRA S. BJARNASON áratugnum, frá því að 1986 sögðust 20% svarenda ánægðir að þessu leyti í það að hlutfall ánægðra hafði vaxið í 36% allra svarenda 1996. Þótt þetta séu enn rétt rúm- ur þriðjungur svarenda, þá var það eftirtektarvert að ánægjan virtist hafa vaxið mest að þessu leyti hjá þeim sem höfðu reynslu af störfum með fötluðum eða höfðu lært eitthvað um uppeldi og kennslu þeirra. Þetta virtust auk þess líka almennt ánægðustu hóparnir í báðum könnunum. NIÐURLAG Við fyrstu sýn virðast breytingar á viðhorfum starfsfólks og hugmyndum þess um vinnubrögð varðandi sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna minni en ætlað var í upphafi. Þrennt er þó markverðast. í fyrsta lagi eru viðhorf til gildis sameiginlegs uppeldis jákvæðari nú en fyrir áratug og munar þar mest um breytt viðhorf ófaglærðra. I öðru lagi hafa heldur fleiri starfsmenn nú reynslu af því að vinna með fötluðum en áður og sú reynsla virðist að öðru jöfnu færa með sér já- kvæð viðhorf. Starfsfólk treystir sér og leikskólanum betur nú en í fyrri könnun til að takast á við sameiginlegt uppeldi og fleiri hafa lært eitthvað til þeirra verka. Þessar áherslubreytingar eru vissulega jákvæðar frá sjónarhóli þeirra sem aðhyllast sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra leikskólabarna. í þriðja lagi virðast hug- myndir leikskólakennara og ófaglærðra um vinnubrögð, sem styðja sameiginlegt uppeldi ólíkra barna, nokkuð mótsagnakenndar. Leikskólakennarar og ófaglærðir bregðast við atriðum þar að lútandi furðu líkt og á svipaðan hátt í báðum könn- unum. Lítill greinarmunur er gerður á atriðum sem stuðla að sameiginlegu uppeldi ólíkra barna og atriðum sem hindra að slíkt gerist. Annars vegar er um að ræða vinnubrögð og skipulag sem reynir að tryggja það að sérhvert barn læri og þroskist á mismunandi sviðum mannlegrar greindar, svo sem því er framast unnt, og sé jafnframt ekki aðeins í leikskólanum heldur fullgildur meðlimur þar. Hins vegar eru þetta atriði sem efla tiltekna færni, en eru samt sem áður líkleg til að einangra fötluð leikskólabörn frá ófötluðum jafnöldrum á sérdeildum eða sérskólum, eða bregða yfir þau huliðshjálmi og gera þau þannig ósýnileg í hröðum leik og starfi á almennri leikskóladeild. Það er vandkvæðum bundið að túlka þessar niðurstöður svo vel sé. Hér þarf frekari rannsóknir og aðra túlkun á þeim. Margar spurningar vakna og þær kalla á frekari rannsókn og túlkun. Mikilvægt er að spyrja: Hvað hefur breytt viðhorfum starfsfólks, einkanlega ófaglærða starfsfólksins, til sameiginlegs leikskólauppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna? Hvernig ber að skilja það að svörum leikskólakennara og ófaglærðra svipar svo saman og hvers vegna svara þroskaþjálfar með öðrum hætti? Þetta á ekki síst við þegar fjallað er um spurninguna sem varðar atriði sem ýmist stuðlar að eða hindrar sameiginlegt uppeldi. Loks þarf að útskýra, hvernig á því stendur, að ein mikilvægasta niðurstaða þessarar rannsóknar er sú hversu fátt virðist hafa breyst í svörum starfsfólksins þessi tíu ár. Við erum stödd á mörkum ólíkra þekkingarheima og því má ætla að merking spurninga og svara í þessari rannsókn sé ekki hin sama 1986 og 1996. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.