Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 72
OFBELDI, LÍFSSTÍLL, SAMFÉLAG
Meðaltal, Tafla 2 staðalfrávik og áreiðanleiki
Skali Meðaltal Staðalfrávik Áreiðanleiki
Kyn 0,1 - - -
Reglur foreldra 0-1 0,36 0,25 0,69
Eftirlit foreldra 0-1 0,52 0,31 0,81
Stuðningur foreldra 0-1 0,78 0,25 0,86
Menntun foreldra 0-1 0,43 0,29 0,67
Námsárangur 0-1 0,46 0,24 -
Trú 0-1 0,55 0,28 0,92
Afstæðni reglna 0-1 0,44 0,23 0,67
Efnislegur stuðningur vina 0-1 0,44 0,23 0,64
Stuðningur vina 0-1 0,65 0,30 0,92
Vímuefnaneysla vina 0-1 0,36 0,19 0,81
Ofbeldi vina 0-1 0,08 0,15 -
Áfengisneysla 0-6 2,19 2,16 -
Hassneysla 0-6 0,22 0,83 -
Tóbaksreykingar 0-6 2,49 2,54 -
Afbrotahegðun 0-24 1,33 2,68 0,72
Afskipti lögreglu 0-30 0,63 1,73 0,71
Beiting ofbeldis 0-30 1,83 3,50 0,82
Fómarlamb ofbeldis 0-30 1,50 2,77 0,77
Bakgrunnur. Menntun foreldra er notuð sem vísbending um stéttarstöðu. Hún
er mæld á kvarða sem tekur gildi á bilinu 0 (báðir foreldrar luku grunnskólaprófi
eða minna) til 1 (báðir foreldar luku háskólaprófi). Kyn er mælt með tvígildri breytu
(dichotomous variable) þannig að piltar fá gildið 0 en stúlkur 1.
Félagslegt taumhald. Tengsl við hefðbundnar stofnanir eru mæld með tengslum
við foreldra og árangri í skóla. Þrjár breytur eru notaðar til að mæla tengsl við
foreldra, andlegur stuðningur frá foreldrum (mental support) (Þóroddur Bjarnason
1994), eftirlit (monitoring) og reglur (rule setting) foreldra (Alsaker o.fl. 1991). Breyt-
urnar eru mældar á kvarða sem tekur gildi á bilinu 0 (þessi tengsl eiga „nær aldrei"
við) til 1 (þessi tengsl eiga „nær alltaf" við). Arangur í skóla er mældur með kvarða
sem tekur gildi á bilinu 0 (lægra en fimm í einkunn á síðustu jólaprófum) til 1 (um
tíu í einkunn á síðustu jólaprófum). Hefðbundin gildi eru mæld með spurningum
um trúhneigð og hversu afstæðar einstaklingur telur reglur vera (normlessness).
Enn eru notaðir kvarðar sem taka gildi á bilinu 0 til 1. Þegar nær dregur 0 þýðir það
að nemandi er mjög ósammála fullyrðingum um trúhneigð og afstæðni reglna en
þegar nær dregur 1 þýðir það að nemandi er mjög sammála þessum fullyrðingum.
70