Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 107
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR
eiginlegt eftir því hve bilið er breitt á milli raunverulegrar og ákjósanlegrar röðunar
þeirra mikilvægu verkefna sem tilgreind eru í Töflu 2.
Til að leita svara við þessari spurningu var athugað hvernig bakgrunnsbreyt-
urnar, þ.e. eftirtaldir þættir, tengdust því hvort bilið var mikið eða lítið milli raun-
verulegrar og ákjósanlegrar forgangsröðunar: Menntun og starfsreynsla skólastjóra,
kyn og aldur þeirra, ástæða þess að þeir sóttust eftir að verða skólastjórar, stærð
skóla, hvaða fræðsluumdæmi skóli tilheyrir, aldur skóla (gefur vísbendingu um
hvort skólinn er gamall og gróinn eða nýr og ómótaður) og hvort skólinn er heima-
vistar- eða heimangönguskóli. Þess ber að geta að ekki er hægt að líta á þessa þætti
sem tæmandi eða sem beina orsakavalda heldur geta þeir verið vísbendingar um
aðra undirliggjandi þætti þar sem nánari skýringa er að leita. Niðurstöður er að
finna í Töflu 3.
Tafla 3
Tengsl nokkurra athugunarþátta.
Marktækni þátta (breytna) við mikið eða lítið bil milli raunverulegrar
og ákjósanlegrar forgangsröðunar mikilvægra viðfangsefna
Viðfangsefni Spábreyta R2
Námskrárvinna Skólastærð 0,10489
Starfsfólk Aldur skólastjóra 0,04465
Stjórnun - umsýsla (Engin marktæk tengsl)
Málefni nemenda a) Fræðsluumdæmi 0,03038
b) Starfsreynsla skólastjóra 0,06234
Hegðun nemenda Skólastærð 0,11302
Skólahverfið (Engin marktæk tengsl)
Fræðsluskrifstofa - ráðuneyti Fræðsluumdæmi 0,03636
Endurnýjun ístarfi Skólastærð 0,02538
Áætlanagerð (Engin marktæk tengsl)
Eins og fram kemur í töflunni eru fáir þættir í marktækum tengslum við bilið milli
raunverulegrar og ákjósanlegrar röðunar. Gildir þar einu hvort um er að ræða
mikið bil eða lítið. Tengslin eru einkum metin með stuðlinum R2 en hann segir til
um hversu mikið hver þáttur skýrir. Bilið milli raunverulegrar og ákjósanlegrar
röðunar námskrárvinnu skýrist lítillega af skólastærð eða um 10% (þ.e. 0,10489), og
svipað er að segja um hegðun nemenda en þar skýrir skólastærð um 11% (þ.e.
0,11302). í öllum tilvikum eru þessi tengsl þó veik. Svo dæmi sé tekið, þá segir þessi
105