Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 31
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR
til í Aðalnámskrá grunnskóla að kennari kynnist hverju einstöku barni og gefi því
tækifæri til að tjá sig á margvíslegan hátt við ýmsar aðstæður (1989:24 og 67).
í skólastarfinu var talmál þjálfað með ýmsum málörvunarleikjum til að efla
meðvitaða málkennd. Kennslan mótaðist sterklega af því að vera jafnframt undir-
búningur undir lestrarkennslu, hljóðrænir eiginleikar málsins voru einkum æfðir
ásamt merkingu orða og setninga auk málfræði. Tengsl meðvitaðrar málkenndar
við þróun lestrar eru viðurkennd af mörgum fræðimönnum og kennurum (Garton
og Pratt 1989, Lundberg 1984, Tornéus 1986). Vitað er að hljóðræn vitund er afdrifa-
rík á ákveðnu stigi í lestrarþróun og rímleikir, samstöfur og fleira eru áhrifaríkar
aðferðir til þess að þroska hana. I skólastarfinu voru þessir þættir mikið á dagskrá
og þjálfun af þessum toga í góðu samræmi við það sem ætlast er til í Aðalnámskrá
grunnskóla, þegar talað er um að byrjendur þurfi „að glíma við æfingar þar sem
athuguð er orðaröð, stafaröð, merking orða og ólík form þeirra" (1989:67). En enn
ber að árétta að meðvituð málkennd felst í fleiru. Hún tekur til allra eiginleika máls-
ins og þróast í margbreytilegri málnotkun á löngum tíma hjá barninu.
A fyrstu skólaárunum tekur málþróunin miklum breytingum og það varðar
miklu að barn fái örvun og stuðning í skólastarfinu sem hjálpar því að þjálfa málið
sem sjálfstætt táknkerfi, en á því er allt formlegt nám talið byggjast. Brýnt er í starfi
skólans að ýta undir þessa hæfni og skapa tækifæri þar sem barnið eflir frásagnar-
gleði sína. í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að strax í byrjun skólastarfsins eigi
að leggja áherslu á margbreytilega tjáningu barnanna (1989:67). Niðurstöður þess-
arar rannsóknar sýna að reynt var að koma til móts við þennan þátt í starfi beggja
skólanna. Hins vegar var ekki vel ljóst hve markvisst var stuðlað að fjölbreytilegri
málnotkun barnanna. í grunnskóla A var sérstök áhersla lögð á þennan þátt í
skólastarfinu enda var hann liður í yfirlýstri stefnu skólans.
Skapandi leikir, líkt og hlutverkaleikir, voru ekki áberandi í skólastarfinu. Þessi
skortur í starfsemi skólans er umhugsunarverður, einkum með hliðsjón af þremur
atriðum. í fyrsta lagi er mikilvægi skapandi leiks fyrir mál og þroska barns almennt
viðurkennt. í öðru lagi sýnir víðtæk þekking og skilningur á þroska barna að þau
eru virkir skapendur sem þurfa að fá útrás fyrir eigin sköpunarþörf. í þriðja lagi er
skýrt fjallað um mikilvægi leiksins í Aðalnámskrá grunnskóla (1989:23) en þar segir:
Þar sem leikurinn er hið eðlilega athafnaform barna við upphaf skólagöngu er
æskilegt að vitsmunaproski sé örvaður eins og kostur er með leikjum á pessu
aldursstigi.
Skapandi leikur er auk margs annars mikilvægur þáttur í málþróun barna. Sá mun-
ur er kemur í ljós á milli skólastiganna tveggja um gildi leiksins er verðugt við-
fangsefni fyrir kennara í grunnskóla að skoða og meta með tilliti til skólastarfsins
þar.
Lestrarkennsla var mest ríkjandi þáttur í þjálfun móðurmáls. í báðum skólum
var samtengjandi aðferð, hljóðaaðferð, kennd. Samhliða lestrarkennslunni voru í
báðum skólum ýmis viðfangsefni sem tengdust þjálfun móðurmáls með einum eða
öðrum hætti, s.s málörvunarleikir, söngur og margvíslegar þrautir. Kennarinn hafði
einnig margs konar áhrif með ýmsu sem hann gerði þegar hann kenndi bókstafina.
I báðum skólum voru munnlegar og skriflegar æfingar til þess að þjálfa lestrar-
29