Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 29
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR
lýsinga og miðla fræðslu (Pinell 1985:59). Vitað er að í hlutverkaleik máta börn mál
sitt og skapa ýmsar aðstæður sem eru raunverulegar eða ímyndaðar og málið verð-
ur útrás fyrir hugmyndaflug þeirra eins og flokkun Halliday sýnir fram á. Rann-
sóknir og reynsla sýna að börn á þessu reki hafa ríka þörf fyrir þessa þjálfun og
henni á að gefa forgang samkvæmt opinberum gögnum. í hlutverkaleik æfast jafn-
framt margir fleiri mikilvægir þættir máls, þar á meðal notkun máls sem sjálfstætt
táknkerfi eins og rannsóknir Snow (1983, 1991a, 1991b) sýna. Börnin virtust hafa
gott tækifæri til að þjálfa þennan þátt því að hlutverkaleikur var eitt af því sem þau
gátu valið sér og var oft á dagskrá.
Margt í starfsemi leikskólanna stuðlaði að því að efla meðvitaða málkennd
barnsins. Þessi staðreynd virtist vera starfsfólkinu eins og hulin. Meðvituð mál-
kennd var sérstaklega æfð með markvissum æfingum og leikjum, mest af hljóðræn-
um toga. Slík hljóðræn þjálfun er ein af mörgum nauðsynlegum leiðum til að þroska
meðvitaða málkennd.
Alhliða málnotkun felur engu að síður í sér margt fleira og má þar nefna frá-
sagnir barnanna, lýsingar þeirra á ýmsu, málnotkun við mismunandi aðstæður, og
það að tala málið rétt. Allir þessir þættir stuðla að auðugri málnotkun og glæða þar
að auki meðvitaða málkennd (Clay 1991b, Hagtvet 1994, o.fl.). í starfi skólanna var
meira og minna komið inn á þessa þætti í einhverju samhengi. Hins vegar var ekki
gott að leggja mat á það í hve miklum mæli starfsfólki var þetta ljóst, því að svo
virtist sem markvissri stefnu væri ekki fylgt um mál og málþjálfun. Hjá starfsfólki
kom fram sjónarmið um það að móðurmál væri heild sem fælist í öllu sem var gert
og að það yrði ekki skilið frá öðrum þroskaþáttum hjá barninu. í mínum huga
útilokar slík túlkun ekki að jafnframt sé ákveðinni málstefnu fylgt.
Skilyrði í leikskólunum til þess að þróa læsi voru margs konar. Auðvelt var að
nálgast ritmál því að umgengni við gögn, s.s. bækur, blöð og spil af ýmsum gerðum
þótti sjálfsögð. Áhrifaríkar leiðir voru notaðar til að vekja athygli barnanna á rit-
málinu og hjálpa þeim að skilja tilgang þess, eins og þegar nöfn þeirra voru skrifuð
á miða með myndum af þeim. Ríkulegt úrval bóka, sem var í báðum skólum, og
lestur á sögum fyrir börnin á hverjum degi var hvort tveggja til þess fallið að ýta
markvisst undir þróun læsis eins og staðfest er í mörgum rannsóknum (Clay 1991a,
Teale og Sulzby 1989). Með þessum hætti var komið vel til móts við að minnsta
kosti tvennt sem er afdrifaríkt í þessu sambandi. í fyrsta lagi laðaði umhverfið börn
að ritmáli og í öðru lagi höfðu þau tök á því, hvert á sinn hátt, að uppgötva nota-
gildi þess. Starfsemin studdi því vel við það sem ætlast er til í Uppeldisdætlun fyrir
leikskóla, að í leikskólunum séu til vel valdar barnabækur vegna gildis þeirra í mál-
örvun barna og vegna þess að þær gegna mikilvægu hlutverki í allri fræðslu
(1993:56).
Athyglisvert var að uppgötva hversu mörg elstu barnanna höfðu áhuga og
voru tilbúin að glíma við ritmál. Þau léku sér að því að skrifa, þau langaði til að
læra að þekkja bókstafi og þau tóku bækur og þóttust lesa eins og fullorðnir gera.
Þar fyrir utan voru svo nokkur sem höfðu þessa færni á valdi sínu. Leikskóla-
kennurum hefur lengi verið ljós þessi staðreynd í leikskólastarfinu. Fróðlegt var að
27