Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 58
LEIKSKÓLI FYRIR ALLA?
SAMANTEKT OG UMRÆÐA
Viðhorf starfsfólks til gildis sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna á
leikskólum eru, þegar á heildina er litið, jákvæðari í síðari könnun en í hinni fyrri.21
Þar munar mestu um jákvæðari afstöðu ófaglærðra til sameiginlegs uppeldis í síð-
ari könnun, og aukna trú leikskólakennara á gildi sameiginlegs uppeldis fyrir leik-
skólann. Sú niðurstaða kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna á sameig-
inlegu uppeldi í skólum og leikskólum í anda heildtæku skólastefnunnar (Dóra S.
Bjarnason 1995).
Þegar hugmyndir svarenda um vinnubrögð eru athugaðar, þ.e. upplýsingar eru
teknar saman um svör við listanum yfir ellefu atriði sem kunna að hafa áhrif á það
hvernig sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna tekst á leikskóla, er þrennt
áhugaverðast:
I fyrsta lagi. Þegar meðaltöl voru athuguð reyndist marktækur munur við
samanburð vera á eftirfarandi fjórum atriðum eftir því hvort svarendur voru leik-
skólakennarar eða ófaglærðir, þ.e. eftir menntun en ekki eftir könnun. Þetta eru
atriðin „að styrkja jákvæð viðhorf til sameiginlegs uppeldis", „að tryggja börnum
vinnufrið", „að hafa almenna yfirsýn yfir hvar börnin eru" og „að nota Sálfræði- og
sérkennsludeild Dagvistar". Leikskólakennarar í báðum könnunum lögðu heldur
meiri áherslu á mikilvægi þessara atriða en ófaglærða starfsfólkið. I seinni könnun
líkjast svör ófaglærða starfsfólksins enn frekar svörum leikskólakennaranna enda
þótt ekki sé þarna marktækur munur eftir könnunum. Þetta gætu verið atriðin sem
aðgreina starfsímynd leikskólakennara og ófaglærðra. Þó er athyglisverðast hér
hvað munurinn er lítill eftir menntun á því hvernig atriðin raðast og svo hitt að á
þessu tíu ára tímabili hafa ófaglærðir nálgast sýn hinna faglærðu.
I öðru lagi. Marktækur munur var á svörum við meðaltalsmati eftir könnunum
en ekki eftir menntun eða aldri á eftirfarandi þremur atriðum: „að setja saman í hóp
börn á sem líkustu þroskaskeiði", „að fötluð börn fái jákvæð hlutverk í hópnum" og
„að vinna reglulega að sameiginlegum verkefnum". Þessi munur er ekki mikill, en
gefur vísbendingu um breyttar áherslur starfsfólks leikskólanna frá 1986 til 1996.
Tveir síðari þættirnir vísa, sem fyrr greinir, á aukna trú á sameiginlegt uppeldi fatl-
aðra og ófatlaðra. Fyrsta atriðið hér, „að setja saman í hóp börn á sem líkustu
þroskaskeiði", á heldur meira fylgi í seinni könnun en í hinni fyrri. Þetta atriði gæti
verið vísbending um aukna trú einhvers hluta starfsfólks á aðgreindu uppeldi fatl-
aðra og ófatlaðra barna.
Það er einkar athyglisvert í ljósi ofangreindrar niðurstöðu, að það kemur líka
fram við meðaltalsmat aukið fylgi við þá hugmynd „að fötluð börn fái jákvæð hlut-
verk í hópnum" í síðari könnun. í báðum könnunum eru fleiri á þeirri skoðun að
þetta atriði sé mikilvægara en hin fyrrgreindu, og hefur stuðningur við þá skoðun
21 Þess ber að geta að réttmæti í samanburði milli kannana getur verið ábótavant þar eð sá skilningur sem
starfsfólk lagði í spurningarnar kann að hafa breyst á tíu árum (sjá Dóru S. Bjarnason 1998). Enn fremur er ekki
hægt að vita með vissu hvaða skilning einstakir svarendur lögðu í merkingu tiltekinna atriða (sbr. t.d. orðið
yfirsýn). Áreiðanleiki við samanburð á svörum úr fyrri og seinni könnun er víðast mikill. Það helgast að hluta
til af því hversu fjölmennir hópamir eru sem verið er að bera saman.
56