Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 58

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 58
LEIKSKÓLI FYRIR ALLA? SAMANTEKT OG UMRÆÐA Viðhorf starfsfólks til gildis sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna á leikskólum eru, þegar á heildina er litið, jákvæðari í síðari könnun en í hinni fyrri.21 Þar munar mestu um jákvæðari afstöðu ófaglærðra til sameiginlegs uppeldis í síð- ari könnun, og aukna trú leikskólakennara á gildi sameiginlegs uppeldis fyrir leik- skólann. Sú niðurstaða kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna á sameig- inlegu uppeldi í skólum og leikskólum í anda heildtæku skólastefnunnar (Dóra S. Bjarnason 1995). Þegar hugmyndir svarenda um vinnubrögð eru athugaðar, þ.e. upplýsingar eru teknar saman um svör við listanum yfir ellefu atriði sem kunna að hafa áhrif á það hvernig sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna tekst á leikskóla, er þrennt áhugaverðast: I fyrsta lagi. Þegar meðaltöl voru athuguð reyndist marktækur munur við samanburð vera á eftirfarandi fjórum atriðum eftir því hvort svarendur voru leik- skólakennarar eða ófaglærðir, þ.e. eftir menntun en ekki eftir könnun. Þetta eru atriðin „að styrkja jákvæð viðhorf til sameiginlegs uppeldis", „að tryggja börnum vinnufrið", „að hafa almenna yfirsýn yfir hvar börnin eru" og „að nota Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar". Leikskólakennarar í báðum könnunum lögðu heldur meiri áherslu á mikilvægi þessara atriða en ófaglærða starfsfólkið. I seinni könnun líkjast svör ófaglærða starfsfólksins enn frekar svörum leikskólakennaranna enda þótt ekki sé þarna marktækur munur eftir könnunum. Þetta gætu verið atriðin sem aðgreina starfsímynd leikskólakennara og ófaglærðra. Þó er athyglisverðast hér hvað munurinn er lítill eftir menntun á því hvernig atriðin raðast og svo hitt að á þessu tíu ára tímabili hafa ófaglærðir nálgast sýn hinna faglærðu. I öðru lagi. Marktækur munur var á svörum við meðaltalsmati eftir könnunum en ekki eftir menntun eða aldri á eftirfarandi þremur atriðum: „að setja saman í hóp börn á sem líkustu þroskaskeiði", „að fötluð börn fái jákvæð hlutverk í hópnum" og „að vinna reglulega að sameiginlegum verkefnum". Þessi munur er ekki mikill, en gefur vísbendingu um breyttar áherslur starfsfólks leikskólanna frá 1986 til 1996. Tveir síðari þættirnir vísa, sem fyrr greinir, á aukna trú á sameiginlegt uppeldi fatl- aðra og ófatlaðra. Fyrsta atriðið hér, „að setja saman í hóp börn á sem líkustu þroskaskeiði", á heldur meira fylgi í seinni könnun en í hinni fyrri. Þetta atriði gæti verið vísbending um aukna trú einhvers hluta starfsfólks á aðgreindu uppeldi fatl- aðra og ófatlaðra barna. Það er einkar athyglisvert í ljósi ofangreindrar niðurstöðu, að það kemur líka fram við meðaltalsmat aukið fylgi við þá hugmynd „að fötluð börn fái jákvæð hlut- verk í hópnum" í síðari könnun. í báðum könnunum eru fleiri á þeirri skoðun að þetta atriði sé mikilvægara en hin fyrrgreindu, og hefur stuðningur við þá skoðun 21 Þess ber að geta að réttmæti í samanburði milli kannana getur verið ábótavant þar eð sá skilningur sem starfsfólk lagði í spurningarnar kann að hafa breyst á tíu árum (sjá Dóru S. Bjarnason 1998). Enn fremur er ekki hægt að vita með vissu hvaða skilning einstakir svarendur lögðu í merkingu tiltekinna atriða (sbr. t.d. orðið yfirsýn). Áreiðanleiki við samanburð á svörum úr fyrri og seinni könnun er víðast mikill. Það helgast að hluta til af því hversu fjölmennir hópamir eru sem verið er að bera saman. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.