Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 119
GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR
foreldra, og því mikilvægt að til þeirra sé vandað og þær vel ígrundaðar. Breytingar
á námskrá hafa jafnframt áhrif á framtíð nemenda.
í ljósi ofangreindra athugana hefur þriðja þrepinu, mati á námskrárrannsókn-
um, lítt verið sinnt enn sem komið er.
SAMSTARF NÁMSKRÁRFRÆÐINGA OG KENNARA
Eins og Schwab (1969 o.v.) benti á þarf námskrárgerð að eiga upptök sín í skóla-
starfinu og vera samstarfsverkefni námskrárfræðinga og kennara. Aukin þátttaka
kennara í námskrárgerð og virkni í rannsóknum á skólastarfi er ein leið til að brúa
bilið á milli kenninga og athafna, milli námskrárfræðinga og skólastarfs. Sú leið er
þegar hafin hérlendis að einhverju marki eins og vel má greina í umræðu um aukna
faglega ábyrgð kennarastéttarinnar (Sigurjón Mýrdal 1993). í kennaramenntun er
fjallað um námskrárfræði og skólanámskrárgerð, en spyrja má hvort sú umfjöllun
sé kennurum nægur undirbúningur undir virka þátttöku í námskrárgerð, rann-
sóknir í starfi og því að varpa fram kenningum. Sömu spurninga má spyrja um
nám handa stjórnendum skóla sem hljóta að leiða námskrárgerð og rannsóknir í
skólum. Mikilvægt er að kennaramenntun, endurmenntun og framhaldsmenntun
sé endurskoðuð í Ijósi þessa.
Gerðar eru auknar kröfur um sérfræðiþekkingu og kunnáttu kennara og meiri
þátttöku þeirra í skólaþróun og námskrárgerð. Virk þátttaka kennara í námskrár-
gerð er heillavænleg og að mati margra nauðsynleg forsenda, svo framarlega sem
þróunarstarf og breytingar á skólastarfi byggjast á eða eru studdar góðum rann-
sóknum.
íslenskir skólamenn eru nú að glíma við viðamikil verkefni á sviði námskrár-
gerðar. Endurskoðun námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi kallar á umræðu
um endurskipulagningu menntamála á Islandi, niðurstöður alþjóðlegra saman-
burðarkannana benda til þess að efla þurfi skólastarf og ákvæði um gerð skóla-
námskrár krefjast þátttöku kennara í námskrárgerðinni. Námskrárfræði, rannsóknir
á öllum þrepum námskrárfræða svo og samstarf og samvinna þeirra sem vinna að
skólamálum og þeirra sem starfa að rannsóknum, getur stuðlað að markvissari
skólaumræðu og heildstæðari lausnum þeirra fjölmörgu viðfangsefna sem glíma
þarf við á sviði námskrárgerðar um leið og bilið milli námskrárfræðinga og kennara
er brúað og námskráin verður það vinnugagn og stuðningstæki sem henni hefur
alltaf verið ætlað að vera.
117